Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2015 22:45 Þórey Anna var öflug í kvöld. Vísir/Stefán Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6. Olís-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira