Nýr Renault Megane í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 10:45 Nýr Renault Megane. Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane. Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent
Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane.
Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent