Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2015 08:00 Marple-málið heldur áfram. Vísir/GVA „Samningarnir sem gerðir voru í máli þessu gátu bæði leitt af sér tap og hagnað,“ sagði Kristín Edwald verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í munnlegum málflutningi í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún lýsti skjólstæðing sinn saklausan af þeirri háttsemi sem hann er ákærður fyrir en Magnúsi er gert að sök að vera hlutdeildarmaður í fjársvikum og að hafa tekið þátt í umboðssvikum. Krafðist Kristín sýknudóms fyrir hans hönd. Skjólstæðingur sinn hafi aðeins komið fram fyrir hönd Marple Holding í málinu og hann hefði ómögulega getað vitað hvað færi fram innan veggja Kaupþings á Íslandi. „Ég tek undir ábendingu Harðar Felix [verjanda Hreiðars Más] varðandi framburð skjólstæðings míns,“ sagði Kristín. Ákæruvaldið hefur gert úr því að framburður Magnúsar og Hreiðars hafi tekið breytingum eftir því sem á rannsókn málsins leið. „Þú þarft ráðrúm til að rifja upp málið og kynna þér skjöl því tengd. Það gerist ekki nema að fletta upp í dagbókum og velta málinu fyrir sér. Það hvernig minnið virkar útskýrir best framburðinn í upphafi. Þetta sannaðist best í vitnaleiðslunum þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins áttu í erfiðleikum með að rifja upp atriði tengd rannsókninni og könnuðust jafn vel ekki við skjöl sem tengdust málinu,“ sagði Kristín.Enginn fjárdráttur átti sér stað Því var mótmælt að fyrir hendi væru skilyrði til að sakfella fyrir fjárdrátt en saksóknari telur að einhliða færslur hafi verði færðar í búning tvíhliða samnings með því að útbúa skjölin á þann veg eftir á. „Til að skjólstæðingur minn geti gerst sekur um hlutdeild í fjárdrætti verður að vera hægt að sakfella aðra fyrir fjárdrátt. Sú staða er ekki upp á teningnum í þessu máli. Það er ekki hægt að reka málið á þeim grundvelli að bókhaldsgögnum sé ábótavant og verður ákæruvaldið að bera hallann af því,“ sagði Kristín. Hún velti einnig upp 143. gr. sakamálalaga en þar segir að sé maður saksóttur fyrir fleiri en eitt brot skuli gera það í einu máli, eftir því sem unnt er. Á tímabili hafi fjögur mál verið rekin gegn skjólstæðingi sínum á sama tíma sem tafið hafi afgreiðslu mála mikið. Til að mynda hafi Marple-málið frestast þar sem stóra markaðsmisnotkunarmálið var flutt í vor en aðalmeðferð þess tók fimm vikur.Meðferðin farin að bitna harkalega á skjólstæðingi henna „Þetta hefur einnig gert það að verkum að málatilbúnaður saksóknarans stangast á við sjálfan sig milli mála. Í máli því sem rekið var í vor var Magnúsi gert að sök að hafa reynt að keyra verð á hlutabréfum bankans upp þar sem hagsmunir hans hafi verið að bankinn stæði sem best á pappírunum. Mánuðum síðar er hann sakaður um að hjálpa við það að stela átta milljörðum af sama banka. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir með að reka málin saman,“ sagði Kristín. Magnús hefur þegar hafið afplánun fyrir dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Þar sem markaðsmisnotkunarmálið var flutt eftir að hann hóf afplánun var hann vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferð þess máls stóð yfir. „Þegar ég var í laganámi starfaði ég sem sumarstarfsmaður hjá Fangelsismálastofnun og strax þá var nefnd á vegum Evrópuráðsins byrjuð að benda á að aðbúnaður þar væri óboðlegur. Hann er í raun ekki mönnum bjóðandi. Skjólstæðingur minn þurfti að dvelja þar þar sem yfirvöld gátu ekki boðið upp á mannsæmandi aðstæður sökum máls sem vel hefði verið hægt að flytja samhliða öðru máli. Sem betur fer er þar þó gott starfsfólk,“ sagði Kristín. „Meðferðin er farin að bitna harkalega á honum.“Leiðrétt 10.44. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Kristín Edwald hefði verið sumarstarfsmaður í Hegningarhúsinu. Það er rangt. Hið rétta er að hún starfaði hjá Fangelsismálastofnun. Þetta hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Tengdar fréttir Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Samningarnir sem gerðir voru í máli þessu gátu bæði leitt af sér tap og hagnað,“ sagði Kristín Edwald verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í munnlegum málflutningi í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún lýsti skjólstæðing sinn saklausan af þeirri háttsemi sem hann er ákærður fyrir en Magnúsi er gert að sök að vera hlutdeildarmaður í fjársvikum og að hafa tekið þátt í umboðssvikum. Krafðist Kristín sýknudóms fyrir hans hönd. Skjólstæðingur sinn hafi aðeins komið fram fyrir hönd Marple Holding í málinu og hann hefði ómögulega getað vitað hvað færi fram innan veggja Kaupþings á Íslandi. „Ég tek undir ábendingu Harðar Felix [verjanda Hreiðars Más] varðandi framburð skjólstæðings míns,“ sagði Kristín. Ákæruvaldið hefur gert úr því að framburður Magnúsar og Hreiðars hafi tekið breytingum eftir því sem á rannsókn málsins leið. „Þú þarft ráðrúm til að rifja upp málið og kynna þér skjöl því tengd. Það gerist ekki nema að fletta upp í dagbókum og velta málinu fyrir sér. Það hvernig minnið virkar útskýrir best framburðinn í upphafi. Þetta sannaðist best í vitnaleiðslunum þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins áttu í erfiðleikum með að rifja upp atriði tengd rannsókninni og könnuðust jafn vel ekki við skjöl sem tengdust málinu,“ sagði Kristín.Enginn fjárdráttur átti sér stað Því var mótmælt að fyrir hendi væru skilyrði til að sakfella fyrir fjárdrátt en saksóknari telur að einhliða færslur hafi verði færðar í búning tvíhliða samnings með því að útbúa skjölin á þann veg eftir á. „Til að skjólstæðingur minn geti gerst sekur um hlutdeild í fjárdrætti verður að vera hægt að sakfella aðra fyrir fjárdrátt. Sú staða er ekki upp á teningnum í þessu máli. Það er ekki hægt að reka málið á þeim grundvelli að bókhaldsgögnum sé ábótavant og verður ákæruvaldið að bera hallann af því,“ sagði Kristín. Hún velti einnig upp 143. gr. sakamálalaga en þar segir að sé maður saksóttur fyrir fleiri en eitt brot skuli gera það í einu máli, eftir því sem unnt er. Á tímabili hafi fjögur mál verið rekin gegn skjólstæðingi sínum á sama tíma sem tafið hafi afgreiðslu mála mikið. Til að mynda hafi Marple-málið frestast þar sem stóra markaðsmisnotkunarmálið var flutt í vor en aðalmeðferð þess tók fimm vikur.Meðferðin farin að bitna harkalega á skjólstæðingi henna „Þetta hefur einnig gert það að verkum að málatilbúnaður saksóknarans stangast á við sjálfan sig milli mála. Í máli því sem rekið var í vor var Magnúsi gert að sök að hafa reynt að keyra verð á hlutabréfum bankans upp þar sem hagsmunir hans hafi verið að bankinn stæði sem best á pappírunum. Mánuðum síðar er hann sakaður um að hjálpa við það að stela átta milljörðum af sama banka. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir með að reka málin saman,“ sagði Kristín. Magnús hefur þegar hafið afplánun fyrir dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Þar sem markaðsmisnotkunarmálið var flutt eftir að hann hóf afplánun var hann vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferð þess máls stóð yfir. „Þegar ég var í laganámi starfaði ég sem sumarstarfsmaður hjá Fangelsismálastofnun og strax þá var nefnd á vegum Evrópuráðsins byrjuð að benda á að aðbúnaður þar væri óboðlegur. Hann er í raun ekki mönnum bjóðandi. Skjólstæðingur minn þurfti að dvelja þar þar sem yfirvöld gátu ekki boðið upp á mannsæmandi aðstæður sökum máls sem vel hefði verið hægt að flytja samhliða öðru máli. Sem betur fer er þar þó gott starfsfólk,“ sagði Kristín. „Meðferðin er farin að bitna harkalega á honum.“Leiðrétt 10.44. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Kristín Edwald hefði verið sumarstarfsmaður í Hegningarhúsinu. Það er rangt. Hið rétta er að hún starfaði hjá Fangelsismálastofnun. Þetta hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á rangfærslunni.
Tengdar fréttir Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30
Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19