Gamaldags réttlæti Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. september 2015 07:00 Talað er um það í fréttaskýringum að Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins, sé gamaldags, fulltrúi úreltra viðhorfa á borð við að útrýma fátækt, skapa jöfn tækifæri og hugsa um hagsmuni heildarinnar fremur en einstakra forréttindahópa. Hann hefur talað gegn hernaðarhyggju og árásum á fjarlæg lönd. Hann hefur talað um að hlutverk stjórnmálanna sé að stuðla að gagnkvæmri virðingu, skilningi, jákvæðni – og réttlæti. Í fréttaskýringum er þetta látið hljóma eins og hann ætli að kalla Gúlagið yfir England.Frelsi, jafnrétti og bræðralag Réttlætið kann að vera gamaldags en það er líka nútildags: það fellur aldrei úr gildi. Sjálf hugmyndin um jafnrétti allra manna og jöfn tækifæri í lífinu er hornsteinn þeirra samfélaga sem byggð hafa verið í Evrópu. Það er ekki jaðarskoðun. Hugmyndin um að ranglæti sé hagkvæmara og þar með æskilegra en réttlæti er hins vegar öfgaskoðun, og ekki á að veita þeim stjórnmálamönnum brautargengi sem slíkar hugmyndir aðhyllast. Corbyn stendur ekki fyrir úrelt sjónarmið þó að hann vilji (eins og flestallir samlandar hans) að járnbrautirnar verði aftur færðar í almannaeigu. Hann stendur fyrir klassísk sjónarmið. Hitt virðist augljóst, að sú þjóðfélagstilraun sem hófst fyrir alvöru í valdatíð Margrétar Thatcher í Englandi og Ronalds Reagan í Bandaríkjunum – og Davíðs Oddssonar hér hjá okkur – er runnin út í sandinn; græðgishyggjan með tilheyrandi áherslu á misskiptingu, óréttlæti, stórfyrirtækjadekur, glundroða, sýndargróða og hirðuleysi um náttúru og önnur verðmæti hefur unnið ómældan skaða og er vonandi búin að syngja sitt síðasta sem ráðandi hugmyndafræði í þjóðfélaginu. Í Englandi háttar svo til að stéttaskipting er miklu rótgrónari en við erum svo lánsöm að hafa átt að venjast hér á landi. Þar er hún nánast innbyggð, óorðuð en liggur í loftinu og litar öll samskipti fólks á flestum sviðum þjóðlífsins, og eitrar alls staðar andrúmsloftið. Hér á landi var um hríð lagt mikið kapp á að búa til svipað andrúmsloft, þar sem sumt fólk reyndi að telja sig yfir aðra hafið vegna ríkidæmis – en fram að þessu hefur verið hlegið að slíku fólki hér á landi, og verður vonandi enn um hríð. Reynt var að koma því inn hjá okkur að tiltekin borgarhverfi væru fínni en önnur, tilteknir skólar fínni en aðrir og tiltekin störf fínni en önnur. Slíkar hugmyndir stríða gegn sjálfri grundvallar-sjálfsmynd þjóðarinnar: að við sitjum hérna meira og minna öll saman í þessari súpu: að vera Íslendingar.Áhrifin hér á landi Hér á landi er áreiðanlega mikill hljómgrunnur fyrir þau sjónarmið sem Corbyn heldur á lofti. Gott ef þetta eru ekki almenn ríkjandi sjónarmið hér. Í Englandi rúmast þeir hins vegar í einum og sama flokknum Tony Blair og Jeremy Corbyn – enn að minnsta kosti. Hér á landi eru jafnaðarmenn ekki í rónni fyrr en þeir eru búnir að stofna nýjan flokk gegn „fjórflokknum“, með þeim árangri að hægri menn hafa stjórnað Íslandi meira og minna alla okkar fullveldistíð; þegar vinstri flokkarnir komust loks til valda þurftu þeir að vísu að endurreisa efnahagskerfið eftir mestu efnahagsófarir Íslandssögunnar, heimatilbúnar að mestu, en sökum þess að vinstri flokkunum tókst ekki, á fjórum árum að færa til betri vegar allt sem aflaga hafði farið á Íslandi öll fullveldisárin – með markvisst málþóf minnihlutans í gangi frá morgni til kvölds og um nætur – þá ákváðu kjósendur að leiða á ný til valda hægri flokkana og refsa vinstri flokkunum. Það væri sami rassinn undir þeim öllum, sem er eitt af þessum íslensku orðtökum sem ég hef aldrei almennilega skilið: hvaða rass? Einum rassi svipar vissulega til annars, en mér er ekki ljóst hvers vegna ég eigi að draga svo altækar ályktanir af því. Það eru einkum tvö mál sem valda því að SF og VG geta ekki átt von á fylgisaukningu alveg á næstunni. Annað er Icesave, sem vinstri flokkarnir áttuðu sig aldrei á að snerist ekki nema í aðra röndina um peninga; hitt er stjórnarskráin sem er mál sem neitar að hverfa, enda hefði samþykkt nýrrar stjórnarskrár leitt til mikilla umbóta á að minnsta kosti kosningakerfi okkar; komið á raunverulegu lýðræði hér, þar sem atkvæði væru jafngild burtséð frá búsetu. Síðasta ríkisstjórn færðist of mikið í fang í stjórnarskrármálinu og hafði ekki afl til að leiða það til lykta; og hefði raunar ekki veitt af meiri stuðningi, til dæmis frá þeim sextíu og fjórum prósentum landsmanna sem sniðgengu kosningarnar til stjórnlagaþings, sem þar með hafði mjög veiklað umboð og var útsettara en ella fyrir árásum öflugra óvina. Þau þrjátíu og sex prósent landsmanna sem þó sýndu málinu áhuga eru hins vegar ekki reiðubúin að fyrirgefa SF, VG og BF að hafa samið við minnihlutann um að setja stjórnarskrármálið í nefnd, í stað þess að láta hægri menn um að drepa málið með málþófi. Við það situr. Sum sé Jeremy. Ensk stjórnmál hafa löngum haft furðu mikil áhrif hér á landi, sé haft í huga hversu ólíkt kerfið þeirra er okkar og raunar samfélagsgerðin öll. Mun sigur hans hrista upp í vinstriflokkunum okkar? Alveg áreiðanlega. Og mun ekki af veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Talað er um það í fréttaskýringum að Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins, sé gamaldags, fulltrúi úreltra viðhorfa á borð við að útrýma fátækt, skapa jöfn tækifæri og hugsa um hagsmuni heildarinnar fremur en einstakra forréttindahópa. Hann hefur talað gegn hernaðarhyggju og árásum á fjarlæg lönd. Hann hefur talað um að hlutverk stjórnmálanna sé að stuðla að gagnkvæmri virðingu, skilningi, jákvæðni – og réttlæti. Í fréttaskýringum er þetta látið hljóma eins og hann ætli að kalla Gúlagið yfir England.Frelsi, jafnrétti og bræðralag Réttlætið kann að vera gamaldags en það er líka nútildags: það fellur aldrei úr gildi. Sjálf hugmyndin um jafnrétti allra manna og jöfn tækifæri í lífinu er hornsteinn þeirra samfélaga sem byggð hafa verið í Evrópu. Það er ekki jaðarskoðun. Hugmyndin um að ranglæti sé hagkvæmara og þar með æskilegra en réttlæti er hins vegar öfgaskoðun, og ekki á að veita þeim stjórnmálamönnum brautargengi sem slíkar hugmyndir aðhyllast. Corbyn stendur ekki fyrir úrelt sjónarmið þó að hann vilji (eins og flestallir samlandar hans) að járnbrautirnar verði aftur færðar í almannaeigu. Hann stendur fyrir klassísk sjónarmið. Hitt virðist augljóst, að sú þjóðfélagstilraun sem hófst fyrir alvöru í valdatíð Margrétar Thatcher í Englandi og Ronalds Reagan í Bandaríkjunum – og Davíðs Oddssonar hér hjá okkur – er runnin út í sandinn; græðgishyggjan með tilheyrandi áherslu á misskiptingu, óréttlæti, stórfyrirtækjadekur, glundroða, sýndargróða og hirðuleysi um náttúru og önnur verðmæti hefur unnið ómældan skaða og er vonandi búin að syngja sitt síðasta sem ráðandi hugmyndafræði í þjóðfélaginu. Í Englandi háttar svo til að stéttaskipting er miklu rótgrónari en við erum svo lánsöm að hafa átt að venjast hér á landi. Þar er hún nánast innbyggð, óorðuð en liggur í loftinu og litar öll samskipti fólks á flestum sviðum þjóðlífsins, og eitrar alls staðar andrúmsloftið. Hér á landi var um hríð lagt mikið kapp á að búa til svipað andrúmsloft, þar sem sumt fólk reyndi að telja sig yfir aðra hafið vegna ríkidæmis – en fram að þessu hefur verið hlegið að slíku fólki hér á landi, og verður vonandi enn um hríð. Reynt var að koma því inn hjá okkur að tiltekin borgarhverfi væru fínni en önnur, tilteknir skólar fínni en aðrir og tiltekin störf fínni en önnur. Slíkar hugmyndir stríða gegn sjálfri grundvallar-sjálfsmynd þjóðarinnar: að við sitjum hérna meira og minna öll saman í þessari súpu: að vera Íslendingar.Áhrifin hér á landi Hér á landi er áreiðanlega mikill hljómgrunnur fyrir þau sjónarmið sem Corbyn heldur á lofti. Gott ef þetta eru ekki almenn ríkjandi sjónarmið hér. Í Englandi rúmast þeir hins vegar í einum og sama flokknum Tony Blair og Jeremy Corbyn – enn að minnsta kosti. Hér á landi eru jafnaðarmenn ekki í rónni fyrr en þeir eru búnir að stofna nýjan flokk gegn „fjórflokknum“, með þeim árangri að hægri menn hafa stjórnað Íslandi meira og minna alla okkar fullveldistíð; þegar vinstri flokkarnir komust loks til valda þurftu þeir að vísu að endurreisa efnahagskerfið eftir mestu efnahagsófarir Íslandssögunnar, heimatilbúnar að mestu, en sökum þess að vinstri flokkunum tókst ekki, á fjórum árum að færa til betri vegar allt sem aflaga hafði farið á Íslandi öll fullveldisárin – með markvisst málþóf minnihlutans í gangi frá morgni til kvölds og um nætur – þá ákváðu kjósendur að leiða á ný til valda hægri flokkana og refsa vinstri flokkunum. Það væri sami rassinn undir þeim öllum, sem er eitt af þessum íslensku orðtökum sem ég hef aldrei almennilega skilið: hvaða rass? Einum rassi svipar vissulega til annars, en mér er ekki ljóst hvers vegna ég eigi að draga svo altækar ályktanir af því. Það eru einkum tvö mál sem valda því að SF og VG geta ekki átt von á fylgisaukningu alveg á næstunni. Annað er Icesave, sem vinstri flokkarnir áttuðu sig aldrei á að snerist ekki nema í aðra röndina um peninga; hitt er stjórnarskráin sem er mál sem neitar að hverfa, enda hefði samþykkt nýrrar stjórnarskrár leitt til mikilla umbóta á að minnsta kosti kosningakerfi okkar; komið á raunverulegu lýðræði hér, þar sem atkvæði væru jafngild burtséð frá búsetu. Síðasta ríkisstjórn færðist of mikið í fang í stjórnarskrármálinu og hafði ekki afl til að leiða það til lykta; og hefði raunar ekki veitt af meiri stuðningi, til dæmis frá þeim sextíu og fjórum prósentum landsmanna sem sniðgengu kosningarnar til stjórnlagaþings, sem þar með hafði mjög veiklað umboð og var útsettara en ella fyrir árásum öflugra óvina. Þau þrjátíu og sex prósent landsmanna sem þó sýndu málinu áhuga eru hins vegar ekki reiðubúin að fyrirgefa SF, VG og BF að hafa samið við minnihlutann um að setja stjórnarskrármálið í nefnd, í stað þess að láta hægri menn um að drepa málið með málþófi. Við það situr. Sum sé Jeremy. Ensk stjórnmál hafa löngum haft furðu mikil áhrif hér á landi, sé haft í huga hversu ólíkt kerfið þeirra er okkar og raunar samfélagsgerðin öll. Mun sigur hans hrista upp í vinstriflokkunum okkar? Alveg áreiðanlega. Og mun ekki af veita.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun