Dagur íslenskrar náttúru Sigrún Magnúsdóttir skrifar 16. september 2015 07:00 Flest eigum við uppáhaldsstaði í íslenskri náttúru. Fjölbreytileiki náttúrunnar er margslunginn og landslagið síbreytilegt hvort sem er uppi til fjalla, niður til sjávar eða í fallegum dal. Undirstaða alls gróðurs og lífs er að finna í því sem í daglegu tali nefnist mold og Steinn Steinarr nefndi, „Drottningu lífsins, móður og lífgjafa allra lifandi“. Jarðvegur á Íslandi er um margt einstakur og breytilegur. Það má til sanns vegar færa að moldin líkt og maðurinn mótast af umhverfi og atlæti. Uppgræðsla hér á landi er saga um ótrúlega elju og eldmóð þeirra sem hafa starfað að vernd jarðvegs og gróðurs í meira en heila öld. Að þessu hafa vísindamenn og bændur unnið af mikilli natni og nákvæmni, leitað leiða til að hefta sandfok, lagað og grætt til að nýta landið á sjálfbæran og vistvænan hátt og skapað verðmæti í þágu samfélagsins alls. Það þekkir enginn betur landið en sá sem yrkir jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og varðveitir auðlindina fyrir komandi kynslóðir. Sá sem hlustar á hjartslátt jarðarinnar, þekkir sitt nánasta umhverfi og vill virkja þann kraft sem býr í náttúrunni, er hinn sanni náttúruverndarsinni. Sjálfbær nýting lands felur í sér að ekki sé gengið á auðlind heldur að gróður og náttúra viðhaldist og eflist. Ánægjulegt er að erlendir gestir sýna óspilltri íslenskri náttúru mikinn áhuga en um leið hefur umferð ferðamanna talsverð áhrif. Sé þess gætt að virða og verja má á sama tíma njóta og nýta. Stefna í ferðaþjónustu þarf því að haldast í hendur við náttúruvernd til að nýting lands til ferðamennsku sé sjálfbær. Við markaðssetningu áfangastaða er brýnt að hafa í huga viðkvæma náttúru og stuðla að samfélagslegri ábyrgð til að upplifun verði eins og lagt var af stað með. Ánægður ferðamaður deilir gjarnan sögum og myndum þegar heim er komið. Íslendingar eiga þó ekki síður efni til að deila um íslenska náttúru. Í tilefni dagsins hvet ég sem flesta til að deila með hverjum öðrum hugmyndum sínum, ljóðum og myndum af náttúrunni og nota myllumerkin #stadurinnminn og #DÍN. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Flest eigum við uppáhaldsstaði í íslenskri náttúru. Fjölbreytileiki náttúrunnar er margslunginn og landslagið síbreytilegt hvort sem er uppi til fjalla, niður til sjávar eða í fallegum dal. Undirstaða alls gróðurs og lífs er að finna í því sem í daglegu tali nefnist mold og Steinn Steinarr nefndi, „Drottningu lífsins, móður og lífgjafa allra lifandi“. Jarðvegur á Íslandi er um margt einstakur og breytilegur. Það má til sanns vegar færa að moldin líkt og maðurinn mótast af umhverfi og atlæti. Uppgræðsla hér á landi er saga um ótrúlega elju og eldmóð þeirra sem hafa starfað að vernd jarðvegs og gróðurs í meira en heila öld. Að þessu hafa vísindamenn og bændur unnið af mikilli natni og nákvæmni, leitað leiða til að hefta sandfok, lagað og grætt til að nýta landið á sjálfbæran og vistvænan hátt og skapað verðmæti í þágu samfélagsins alls. Það þekkir enginn betur landið en sá sem yrkir jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og varðveitir auðlindina fyrir komandi kynslóðir. Sá sem hlustar á hjartslátt jarðarinnar, þekkir sitt nánasta umhverfi og vill virkja þann kraft sem býr í náttúrunni, er hinn sanni náttúruverndarsinni. Sjálfbær nýting lands felur í sér að ekki sé gengið á auðlind heldur að gróður og náttúra viðhaldist og eflist. Ánægjulegt er að erlendir gestir sýna óspilltri íslenskri náttúru mikinn áhuga en um leið hefur umferð ferðamanna talsverð áhrif. Sé þess gætt að virða og verja má á sama tíma njóta og nýta. Stefna í ferðaþjónustu þarf því að haldast í hendur við náttúruvernd til að nýting lands til ferðamennsku sé sjálfbær. Við markaðssetningu áfangastaða er brýnt að hafa í huga viðkvæma náttúru og stuðla að samfélagslegri ábyrgð til að upplifun verði eins og lagt var af stað með. Ánægður ferðamaður deilir gjarnan sögum og myndum þegar heim er komið. Íslendingar eiga þó ekki síður efni til að deila um íslenska náttúru. Í tilefni dagsins hvet ég sem flesta til að deila með hverjum öðrum hugmyndum sínum, ljóðum og myndum af náttúrunni og nota myllumerkin #stadurinnminn og #DÍN. Til hamingju með daginn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun