Viðskipti innlent

WOW Air hefur flug til Torontó

Sæunn Gísladóttir skrifar
WOW Air mun fljúga bæði til Torontó og Montréal á næsta ári.
WOW Air mun fljúga bæði til Torontó og Montréal á næsta ári. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
WOW Air ætlar að bæta við sig áfangastað í Kanada og mun hefja flug til Torontó í maí 2016. Þessu greinir Allt um flug frá. Fyrr í sumar tilkynnti félagið Montréal sem nýjan áfangastað í Norður-Ameríku árið 2016. Þangað verður flogið fjórum til fimm sinnum í viku.

Flugið til Torontó mun hefjast 16. maí. Fjögur flug verða þangað í viku með eftirmiðdagsflugi í Airbus A321 vélum á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. 

Fyrr í sumar sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air að fyrirtækið hyggst vaxa um 50 prósent á næsta ári og mun starfsmönnum fjölga um 100 og verða þá 350.


Tengdar fréttir

Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi

Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×