Wow air flýgur beint til Montreal í byrjun næsta árs ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 11:30 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air. vísir/vilhelm Wow air hyggst hefja áætlunarflug beint til Montreal í byrjun næsta árs. Flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku. Á árinu 2016 hyggst Wow fjölga áfangastöðum í Norður Ameríku talsvert en Mbl greindi fyrst frá málinu. Flugfélagið hóf áætlunarflug til Norður-Ameríku í lok mars. Fyrsti áfangastaðurinn var Boston en fljúga á þangað sex sinnum í viku allt árið. Þá hófst heilsársflug til Washington í byrjun maí en flogið verður fimm sinnum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow, segir Ameríkuflugið hafa gengið afar vel hingað til enda stefni í að sætanýting verði 90 prósent í maí. Svanhvít segir farþegana skiptast milli Íslendinga og tengifarþega sem séu að ferðast á milli Norður-Ameríku og Evrópu.Óttast ekki of hraðan vöxt Wow er í sóknarhug en Skúli Mogenson, forstjóri og eigandi Wow, segir í samtali við Mbl að félagið hyggist vaxa um 50 prósent á næsta ári og fjölga starfsmönnum um 100. Þá verði starfsmenn fyrirtækisins um 350. Þá á einnig að fjölga flugvélum úr sex í níu. Svanhvít segir vöxtinn alls ekki vera of hraðan. „Þetta er bara það sem við erum búin að vera að gera síðustu árin. Við erum þriggja ára núna á sunnudaginn. Við erum með sex flugvélar núna en byrjuðum bara með tvær. Þetta hefur verið þróunin frá því við byrjuðum,“ segir hún. Svanhvít segir að Wow muni fljúga til 20 áfangastaða í sumar og þeir hafi aldrei verið fleiri. Róm, Billund og Tenerife hafi bæst við sem nýir áfangastaðir Wow á þessu ári. Þá mun flugfélagið fljúga allt árið til Dublin og Amsterdam. Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Wow air hyggst hefja áætlunarflug beint til Montreal í byrjun næsta árs. Flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku. Á árinu 2016 hyggst Wow fjölga áfangastöðum í Norður Ameríku talsvert en Mbl greindi fyrst frá málinu. Flugfélagið hóf áætlunarflug til Norður-Ameríku í lok mars. Fyrsti áfangastaðurinn var Boston en fljúga á þangað sex sinnum í viku allt árið. Þá hófst heilsársflug til Washington í byrjun maí en flogið verður fimm sinnum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow, segir Ameríkuflugið hafa gengið afar vel hingað til enda stefni í að sætanýting verði 90 prósent í maí. Svanhvít segir farþegana skiptast milli Íslendinga og tengifarþega sem séu að ferðast á milli Norður-Ameríku og Evrópu.Óttast ekki of hraðan vöxt Wow er í sóknarhug en Skúli Mogenson, forstjóri og eigandi Wow, segir í samtali við Mbl að félagið hyggist vaxa um 50 prósent á næsta ári og fjölga starfsmönnum um 100. Þá verði starfsmenn fyrirtækisins um 350. Þá á einnig að fjölga flugvélum úr sex í níu. Svanhvít segir vöxtinn alls ekki vera of hraðan. „Þetta er bara það sem við erum búin að vera að gera síðustu árin. Við erum þriggja ára núna á sunnudaginn. Við erum með sex flugvélar núna en byrjuðum bara með tvær. Þetta hefur verið þróunin frá því við byrjuðum,“ segir hún. Svanhvít segir að Wow muni fljúga til 20 áfangastaða í sumar og þeir hafi aldrei verið fleiri. Róm, Billund og Tenerife hafi bæst við sem nýir áfangastaðir Wow á þessu ári. Þá mun flugfélagið fljúga allt árið til Dublin og Amsterdam.
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira