Óttast ekki ákvörðun ESA um ríkisaðstoð Haraldur Guðmundsson skrifar 10. október 2014 07:15 Framkvæmdir á lóð United Silicon eru hafnar og Thorsil stefnir einnig að byggingu kísilmálmverksmiðju á svæðinu. Vísir/GVA Framkvæmdastjórar tveggja fyrirtækja sem stefna að kísilframleiðslu hér á landi eru fullvissir um að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eigi eftir að samþykkja fjárfestingarsamninga þeirra við ríkið. „Við tókum mið af samningnum sem ríkið gerði við þýska fyrirtækið PCC vegna kísilversins á Bakka og fyrst sá samningur fór í gegn þá tel ég engar líkur á að okkar verði ekki samþykktur af ESA,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hf. Fyrirtækið stefnir að byggingu 35 milljarða króna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. ESA komst síðastliðinn þriðjudag að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningar íslenskra stjórnvalda við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnslu, hefðu falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Samningarnir voru gerðir frá 2010 til 2012 og fólu í sér ýmsa afslætti af opinberum gjöldum og sköttum sem ríkið þarf nú að endurheimta. Ákvörðun ESA hefur ekki áhrif á aðra fjárfestingarsamninga sem ríkið hefur gert eða eru til skoðunar. Allir samningar ríkisins um ívilnanir eru hins vegar með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnunarinnar. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir eigendur fyrirtækisins í þeirri trú að fjárfestingarsamningur, sem var undirritaður í vor vegna áforma Thorsil um 38 milljarða kísilmálmverksmiðju í Helguvík, verði samþykktur. „Í honum er tekið tillit til þeirra athugasemda sem ESA gerði við þessa eldri samninga og því ætti ekki að vera nein óvissa í kringum þann samning,“ segir Hákon.GMR endurgreiðir tvær og hálfa milljón „Við þurfum ekki að standa í stórum endurgreiðslum því þetta er ekki nema um tvær og hálf milljón króna. Hins vegar fóru um þrjár milljónir í að gera þennan samning og því má segja að ríkið skuldi okkur enn 500 þúsund fyrir útlagðan kostnað,“ segir Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendur fyrirtækisins skrifuðu undir fjárfestingarsamning við ríkið árið 2012. Samkvæmt ákvörðun ESA fól sá samningur, eins og áður segir, í sér ólögmæta ríkisaðstoð. „Ég held að það hljóti að mega velta því upp hvort ríkið eigi ekki einfaldlega að greiða okkur fyrir þann kostnað og tíma sem við lögðum í að uppfylla samning sem er svo dæmdur ólöglegur. Þetta er umhverfi sem er mjög ótryggt, vont fyrir fjárfesta og ekki líklegt til að laða að aðra fjárfestingu,“ segir Sigurður. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Framkvæmdastjórar tveggja fyrirtækja sem stefna að kísilframleiðslu hér á landi eru fullvissir um að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eigi eftir að samþykkja fjárfestingarsamninga þeirra við ríkið. „Við tókum mið af samningnum sem ríkið gerði við þýska fyrirtækið PCC vegna kísilversins á Bakka og fyrst sá samningur fór í gegn þá tel ég engar líkur á að okkar verði ekki samþykktur af ESA,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hf. Fyrirtækið stefnir að byggingu 35 milljarða króna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. ESA komst síðastliðinn þriðjudag að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningar íslenskra stjórnvalda við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnslu, hefðu falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Samningarnir voru gerðir frá 2010 til 2012 og fólu í sér ýmsa afslætti af opinberum gjöldum og sköttum sem ríkið þarf nú að endurheimta. Ákvörðun ESA hefur ekki áhrif á aðra fjárfestingarsamninga sem ríkið hefur gert eða eru til skoðunar. Allir samningar ríkisins um ívilnanir eru hins vegar með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnunarinnar. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir eigendur fyrirtækisins í þeirri trú að fjárfestingarsamningur, sem var undirritaður í vor vegna áforma Thorsil um 38 milljarða kísilmálmverksmiðju í Helguvík, verði samþykktur. „Í honum er tekið tillit til þeirra athugasemda sem ESA gerði við þessa eldri samninga og því ætti ekki að vera nein óvissa í kringum þann samning,“ segir Hákon.GMR endurgreiðir tvær og hálfa milljón „Við þurfum ekki að standa í stórum endurgreiðslum því þetta er ekki nema um tvær og hálf milljón króna. Hins vegar fóru um þrjár milljónir í að gera þennan samning og því má segja að ríkið skuldi okkur enn 500 þúsund fyrir útlagðan kostnað,“ segir Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendur fyrirtækisins skrifuðu undir fjárfestingarsamning við ríkið árið 2012. Samkvæmt ákvörðun ESA fól sá samningur, eins og áður segir, í sér ólögmæta ríkisaðstoð. „Ég held að það hljóti að mega velta því upp hvort ríkið eigi ekki einfaldlega að greiða okkur fyrir þann kostnað og tíma sem við lögðum í að uppfylla samning sem er svo dæmdur ólöglegur. Þetta er umhverfi sem er mjög ótryggt, vont fyrir fjárfesta og ekki líklegt til að laða að aðra fjárfestingu,“ segir Sigurður.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira