Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2014 19:45 Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15