Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2014 19:45 Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15