Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2014 19:45 Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15