Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2014 19:45 Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15