Hjálpum stríðshrjáðu fólki Solveig Lára Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Laugardagsmorguninn 5. september lögðum við hjónin af stað frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Stokkhólms og Uppsala þar sem við vorum boðin að vera viðstödd biskupsvígslu. Þennan sama dag voru stórir atburðir að gerast sunnar í álfunni Evrópu. Flóttafólk frá Sýrlandi var að leggja af stað fótgangandi frá Búdapest og áleiðis til Austurríkis og Þýskalands. Sögulegur viðburður sem hefur hrært hjörtu okkar allra. Og ekki bara núna heldur marga mánuði aftur í tímann. Varðskipin okkar hafa verið að bjarga fólki á Miðjarðarhafi, en miklu fleiri hafa týnt lífi og drukknað vegna hörmulegra aðstæðna um borð í bátum sem ekki eru gerðir fyrir sjóferðir. En af hverju vaknar fólk einmitt núna til meðvitundar? Mynd af þriggja ára dreng sem liggur dáinn á ströndinni hrærði hjörtu heimsbyggðarinnar. Við getum öll tengt við þessa mynd. Ég á til dæmis þriggja ára barnabarn sem ég sé fyrir mér í þessum hræðilegu aðstæðum. Sunnudaginn 6. september vorum við viðstödd áhrifamikla messu í Uppsaladómkirkju, þar sem tveir biskupar voru vígðir. Við athöfnina flutti erkibiskup Svía, Antje Jackelin, eina bestu ræðu sem ég hef heyrt í kirkjunni. Hún byrjaði á því að mála fallega mynd af litla drengnum á ströndinni og endaði predikunina á því þegar lærisveinar Jesú sáu Jesú á ströndinni við Tíberíasvatn. Þessa predikun má lesa á vef svenska kyrkan. Svíar hafa staðið sig frábærlega vel í því að bregðast við flóttafólksvandanum. Þeir hafa sýnt náungakærleika í verki. Þennan sama dag birtust í Svenska dagbladet tölur um fjölda flóttafólks í 32 Evrópulöndum. Árið 2014 tóku Svíar á móti 8.432 flóttamönnum á hverja milljón íbúa, en Svíar eru tæplega 10 milljónir. Það þýðir að á þessu eina ári tóku þeir á móti 84.320 manns. Og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 290.000 manns. þar af 23.290 börnum sem komu til landsins ein sins liðs. Þjóðverjar hafa líka staðið sig mjög vel, en þeir hafa tekið á móti 2.511 á hverja milljón íbúa, en þeir eru nú rúmlega 80.000.000 sem þýðir að á árinu 2014 tóku þeir á móti 200.880 manns og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 569.000 manns, þar af 15.120 börnum sem komu ein síns liðs.Fólk eins og við Við hér á Íslandi erum rík þjóð, þó hér búi fólk undir fátæktarmörkum eins og í öllum öðrum ríkum Evrópulöndum. Ef við gerðum eins vel og Þjóðverjar myndum við taka á móti 837 manns á ári og ef við gerðum eins vel og Svíar myndum við taka á móti 2.810 manns. Flóttafólkið sem nú streymir inn í Evrópu er fólk eins og við. Þau eiga sínar ástir og sína harma. Mörg þeirra eru vel menntuð og vel efnuð. Þau hafa verið hrakin af heimilum sínum í burtu frá öllum sem ekki komust með. Getum við ímyndað okkur ef værum í þeirra sporum: að verða að fara burt úr heimalandinu til að leitast við að bjarga sínu eigin lífi og lífi barna sinna. Sagan af miskunnsama Samverjanum kennir okkur margt. Hún kennir okkur að við eigum að hjálpa fólki í neyð skilyrðislaust. Samverjinn spurði ekki hinn særða hver hefði lamið hann. Hann spurði ekki hverrar þjóðar hinn særði var. Hann spurði ekki af hverju einhver annar gæti ekki hjálpað honum. Hann gekk hreint til verks. Hann bjó um sár. Hann tók í fang sér og hann kom honum í öruggt húsaskjól. Við sem manneskjur finnum til með þeim sem þjást. Nú skulum við öll sem eitt leggja okkar af mörkum til að koma stríðsþjáðu fólki til hjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Laugardagsmorguninn 5. september lögðum við hjónin af stað frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Stokkhólms og Uppsala þar sem við vorum boðin að vera viðstödd biskupsvígslu. Þennan sama dag voru stórir atburðir að gerast sunnar í álfunni Evrópu. Flóttafólk frá Sýrlandi var að leggja af stað fótgangandi frá Búdapest og áleiðis til Austurríkis og Þýskalands. Sögulegur viðburður sem hefur hrært hjörtu okkar allra. Og ekki bara núna heldur marga mánuði aftur í tímann. Varðskipin okkar hafa verið að bjarga fólki á Miðjarðarhafi, en miklu fleiri hafa týnt lífi og drukknað vegna hörmulegra aðstæðna um borð í bátum sem ekki eru gerðir fyrir sjóferðir. En af hverju vaknar fólk einmitt núna til meðvitundar? Mynd af þriggja ára dreng sem liggur dáinn á ströndinni hrærði hjörtu heimsbyggðarinnar. Við getum öll tengt við þessa mynd. Ég á til dæmis þriggja ára barnabarn sem ég sé fyrir mér í þessum hræðilegu aðstæðum. Sunnudaginn 6. september vorum við viðstödd áhrifamikla messu í Uppsaladómkirkju, þar sem tveir biskupar voru vígðir. Við athöfnina flutti erkibiskup Svía, Antje Jackelin, eina bestu ræðu sem ég hef heyrt í kirkjunni. Hún byrjaði á því að mála fallega mynd af litla drengnum á ströndinni og endaði predikunina á því þegar lærisveinar Jesú sáu Jesú á ströndinni við Tíberíasvatn. Þessa predikun má lesa á vef svenska kyrkan. Svíar hafa staðið sig frábærlega vel í því að bregðast við flóttafólksvandanum. Þeir hafa sýnt náungakærleika í verki. Þennan sama dag birtust í Svenska dagbladet tölur um fjölda flóttafólks í 32 Evrópulöndum. Árið 2014 tóku Svíar á móti 8.432 flóttamönnum á hverja milljón íbúa, en Svíar eru tæplega 10 milljónir. Það þýðir að á þessu eina ári tóku þeir á móti 84.320 manns. Og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 290.000 manns. þar af 23.290 börnum sem komu til landsins ein sins liðs. Þjóðverjar hafa líka staðið sig mjög vel, en þeir hafa tekið á móti 2.511 á hverja milljón íbúa, en þeir eru nú rúmlega 80.000.000 sem þýðir að á árinu 2014 tóku þeir á móti 200.880 manns og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 569.000 manns, þar af 15.120 börnum sem komu ein síns liðs.Fólk eins og við Við hér á Íslandi erum rík þjóð, þó hér búi fólk undir fátæktarmörkum eins og í öllum öðrum ríkum Evrópulöndum. Ef við gerðum eins vel og Þjóðverjar myndum við taka á móti 837 manns á ári og ef við gerðum eins vel og Svíar myndum við taka á móti 2.810 manns. Flóttafólkið sem nú streymir inn í Evrópu er fólk eins og við. Þau eiga sínar ástir og sína harma. Mörg þeirra eru vel menntuð og vel efnuð. Þau hafa verið hrakin af heimilum sínum í burtu frá öllum sem ekki komust með. Getum við ímyndað okkur ef værum í þeirra sporum: að verða að fara burt úr heimalandinu til að leitast við að bjarga sínu eigin lífi og lífi barna sinna. Sagan af miskunnsama Samverjanum kennir okkur margt. Hún kennir okkur að við eigum að hjálpa fólki í neyð skilyrðislaust. Samverjinn spurði ekki hinn særða hver hefði lamið hann. Hann spurði ekki hverrar þjóðar hinn særði var. Hann spurði ekki af hverju einhver annar gæti ekki hjálpað honum. Hann gekk hreint til verks. Hann bjó um sár. Hann tók í fang sér og hann kom honum í öruggt húsaskjól. Við sem manneskjur finnum til með þeim sem þjást. Nú skulum við öll sem eitt leggja okkar af mörkum til að koma stríðsþjáðu fólki til hjálpar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun