Hjálpum stríðshrjáðu fólki Solveig Lára Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Laugardagsmorguninn 5. september lögðum við hjónin af stað frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Stokkhólms og Uppsala þar sem við vorum boðin að vera viðstödd biskupsvígslu. Þennan sama dag voru stórir atburðir að gerast sunnar í álfunni Evrópu. Flóttafólk frá Sýrlandi var að leggja af stað fótgangandi frá Búdapest og áleiðis til Austurríkis og Þýskalands. Sögulegur viðburður sem hefur hrært hjörtu okkar allra. Og ekki bara núna heldur marga mánuði aftur í tímann. Varðskipin okkar hafa verið að bjarga fólki á Miðjarðarhafi, en miklu fleiri hafa týnt lífi og drukknað vegna hörmulegra aðstæðna um borð í bátum sem ekki eru gerðir fyrir sjóferðir. En af hverju vaknar fólk einmitt núna til meðvitundar? Mynd af þriggja ára dreng sem liggur dáinn á ströndinni hrærði hjörtu heimsbyggðarinnar. Við getum öll tengt við þessa mynd. Ég á til dæmis þriggja ára barnabarn sem ég sé fyrir mér í þessum hræðilegu aðstæðum. Sunnudaginn 6. september vorum við viðstödd áhrifamikla messu í Uppsaladómkirkju, þar sem tveir biskupar voru vígðir. Við athöfnina flutti erkibiskup Svía, Antje Jackelin, eina bestu ræðu sem ég hef heyrt í kirkjunni. Hún byrjaði á því að mála fallega mynd af litla drengnum á ströndinni og endaði predikunina á því þegar lærisveinar Jesú sáu Jesú á ströndinni við Tíberíasvatn. Þessa predikun má lesa á vef svenska kyrkan. Svíar hafa staðið sig frábærlega vel í því að bregðast við flóttafólksvandanum. Þeir hafa sýnt náungakærleika í verki. Þennan sama dag birtust í Svenska dagbladet tölur um fjölda flóttafólks í 32 Evrópulöndum. Árið 2014 tóku Svíar á móti 8.432 flóttamönnum á hverja milljón íbúa, en Svíar eru tæplega 10 milljónir. Það þýðir að á þessu eina ári tóku þeir á móti 84.320 manns. Og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 290.000 manns. þar af 23.290 börnum sem komu til landsins ein sins liðs. Þjóðverjar hafa líka staðið sig mjög vel, en þeir hafa tekið á móti 2.511 á hverja milljón íbúa, en þeir eru nú rúmlega 80.000.000 sem þýðir að á árinu 2014 tóku þeir á móti 200.880 manns og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 569.000 manns, þar af 15.120 börnum sem komu ein síns liðs.Fólk eins og við Við hér á Íslandi erum rík þjóð, þó hér búi fólk undir fátæktarmörkum eins og í öllum öðrum ríkum Evrópulöndum. Ef við gerðum eins vel og Þjóðverjar myndum við taka á móti 837 manns á ári og ef við gerðum eins vel og Svíar myndum við taka á móti 2.810 manns. Flóttafólkið sem nú streymir inn í Evrópu er fólk eins og við. Þau eiga sínar ástir og sína harma. Mörg þeirra eru vel menntuð og vel efnuð. Þau hafa verið hrakin af heimilum sínum í burtu frá öllum sem ekki komust með. Getum við ímyndað okkur ef værum í þeirra sporum: að verða að fara burt úr heimalandinu til að leitast við að bjarga sínu eigin lífi og lífi barna sinna. Sagan af miskunnsama Samverjanum kennir okkur margt. Hún kennir okkur að við eigum að hjálpa fólki í neyð skilyrðislaust. Samverjinn spurði ekki hinn særða hver hefði lamið hann. Hann spurði ekki hverrar þjóðar hinn særði var. Hann spurði ekki af hverju einhver annar gæti ekki hjálpað honum. Hann gekk hreint til verks. Hann bjó um sár. Hann tók í fang sér og hann kom honum í öruggt húsaskjól. Við sem manneskjur finnum til með þeim sem þjást. Nú skulum við öll sem eitt leggja okkar af mörkum til að koma stríðsþjáðu fólki til hjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Laugardagsmorguninn 5. september lögðum við hjónin af stað frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Stokkhólms og Uppsala þar sem við vorum boðin að vera viðstödd biskupsvígslu. Þennan sama dag voru stórir atburðir að gerast sunnar í álfunni Evrópu. Flóttafólk frá Sýrlandi var að leggja af stað fótgangandi frá Búdapest og áleiðis til Austurríkis og Þýskalands. Sögulegur viðburður sem hefur hrært hjörtu okkar allra. Og ekki bara núna heldur marga mánuði aftur í tímann. Varðskipin okkar hafa verið að bjarga fólki á Miðjarðarhafi, en miklu fleiri hafa týnt lífi og drukknað vegna hörmulegra aðstæðna um borð í bátum sem ekki eru gerðir fyrir sjóferðir. En af hverju vaknar fólk einmitt núna til meðvitundar? Mynd af þriggja ára dreng sem liggur dáinn á ströndinni hrærði hjörtu heimsbyggðarinnar. Við getum öll tengt við þessa mynd. Ég á til dæmis þriggja ára barnabarn sem ég sé fyrir mér í þessum hræðilegu aðstæðum. Sunnudaginn 6. september vorum við viðstödd áhrifamikla messu í Uppsaladómkirkju, þar sem tveir biskupar voru vígðir. Við athöfnina flutti erkibiskup Svía, Antje Jackelin, eina bestu ræðu sem ég hef heyrt í kirkjunni. Hún byrjaði á því að mála fallega mynd af litla drengnum á ströndinni og endaði predikunina á því þegar lærisveinar Jesú sáu Jesú á ströndinni við Tíberíasvatn. Þessa predikun má lesa á vef svenska kyrkan. Svíar hafa staðið sig frábærlega vel í því að bregðast við flóttafólksvandanum. Þeir hafa sýnt náungakærleika í verki. Þennan sama dag birtust í Svenska dagbladet tölur um fjölda flóttafólks í 32 Evrópulöndum. Árið 2014 tóku Svíar á móti 8.432 flóttamönnum á hverja milljón íbúa, en Svíar eru tæplega 10 milljónir. Það þýðir að á þessu eina ári tóku þeir á móti 84.320 manns. Og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 290.000 manns. þar af 23.290 börnum sem komu til landsins ein sins liðs. Þjóðverjar hafa líka staðið sig mjög vel, en þeir hafa tekið á móti 2.511 á hverja milljón íbúa, en þeir eru nú rúmlega 80.000.000 sem þýðir að á árinu 2014 tóku þeir á móti 200.880 manns og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 569.000 manns, þar af 15.120 börnum sem komu ein síns liðs.Fólk eins og við Við hér á Íslandi erum rík þjóð, þó hér búi fólk undir fátæktarmörkum eins og í öllum öðrum ríkum Evrópulöndum. Ef við gerðum eins vel og Þjóðverjar myndum við taka á móti 837 manns á ári og ef við gerðum eins vel og Svíar myndum við taka á móti 2.810 manns. Flóttafólkið sem nú streymir inn í Evrópu er fólk eins og við. Þau eiga sínar ástir og sína harma. Mörg þeirra eru vel menntuð og vel efnuð. Þau hafa verið hrakin af heimilum sínum í burtu frá öllum sem ekki komust með. Getum við ímyndað okkur ef værum í þeirra sporum: að verða að fara burt úr heimalandinu til að leitast við að bjarga sínu eigin lífi og lífi barna sinna. Sagan af miskunnsama Samverjanum kennir okkur margt. Hún kennir okkur að við eigum að hjálpa fólki í neyð skilyrðislaust. Samverjinn spurði ekki hinn særða hver hefði lamið hann. Hann spurði ekki hverrar þjóðar hinn særði var. Hann spurði ekki af hverju einhver annar gæti ekki hjálpað honum. Hann gekk hreint til verks. Hann bjó um sár. Hann tók í fang sér og hann kom honum í öruggt húsaskjól. Við sem manneskjur finnum til með þeim sem þjást. Nú skulum við öll sem eitt leggja okkar af mörkum til að koma stríðsþjáðu fólki til hjálpar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun