Lífið

Yamaho og Exos snúa bökum saman

Plötusnúðarnir Yamaho og Exos koma fram á Paloma á laugardaginn.
Plötusnúðarnir Yamaho og Exos koma fram á Paloma á laugardaginn. Vísir
Plötusnúðarnir Addi Exos og Natalie Yamaho endurvekja mánaðarleg kvöld sín á Paloma á laugardag en einnig mun Bervit koma fram.

„Við höfum ekki spilað saman síðan í maí. Þetta er því kombakk hjá okkur dj-hjúunum,“ segir Addi Exos.

„Við héldum mánaðarleg kvöld á Paloma allan síðasta vetur, frá september og alveg fram á vor. Þau gengu vonum framar og við fengum góða gesti með okkur í lið eins og Oculus, Margeir og Bjarka. Á laugardaginn verður Bervit með okkur en hann er algjör galdramaður á bak við spilarana. Við ætlum aftur að gera það gott í vetur á Paloma og getum ekki beðið eftir laugardeginum.“

Frítt er inn til klukkan eitt en eftir það kostar þúsund krónur.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á mix eftir Exos og Yamaho. Exos-mixið var tekið upp á Paloma fyrir skömmu.

Hér er síðan mix eftir Yamaho sem heitir Boom Boom Tchack.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.