Matur

Klassískir og góðir réttir: Spaghetti Bolognese

eva laufey kjaran skrifar
Vísir/Stöð 2

Létt og gott salat ‘Insalata Caprese'

Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótlegt og ómótstæðilega gott.

1 askja kirsuberjatómatar

2 kúlur mozzarella

fersk basilíkublöð

1 pakki hráskinka eða eins og 6 hráskinkusneiðar

1 skammtur basilíkupestó

Basilíkupestó:

1 höfuð fersk basilíka

Handfylli fersk steinselja

150 g ristaðar furuhnetur

50 g parmesanostur

1 hvítlauksrif

Safi úr hálfri sítrónu

1 dl góð ólífuolía

Salt og nýmalaður pipar

Skerið kirsuberjatómata í tvennt og leggið á pappírsklædda ofnplötu.

Sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið þá til með salti og pipar.

Bakið við 180°C í 20 mínútur.

Útbúið pestóið á meðan tómatarnir eru í ofninum.

Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, geymið í kæli þar til þið ætlið að bera réttinn fram.

Raðið hráskinku á fallegt fat eða disk, rífið niður mozzarella og dreifið yfir, raðið tómötum og basilíkublöðum ofan á.

Að lokum setjið þið nokkrar matskeiðar af pestói yfir réttinn og berið einnig pestóið fram með réttinum í sér skál.

Spaghetti Bolognese eða hakk og spagettí eins og við viljum kalla það stendur alltaf fyrir sínu.

Hakk og spagettí ‘Spaghetti Bolognese'

Spaghetti Bolognese eða hakk og spagettí eins og við viljum kalla það stendur alltaf fyrir sínu. Það hafa líklega flestir smakkað þennan rétt en hann er vinsæll víða um heim. Þegar ég var yngri var þessi réttur í miklu eftirlæti og það var mikið sport að vefja spagettíinu upp á gaffalinn og ná því í heilu lagi.

1 msk. ólífuolía

100 g beikon

1 laukur

2 stilkar sellerí

2 hvítlauksrif

600 g nautahakk

Salt og nýmalaður pipar

1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn

1 krukka niðursoðnir tómatar

3 lárviðarlauf

1 msk. tómatpúrra

Fersk basilíka

Handfylli fersk steinselja

Aðferð

1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu.

2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið selleríi og lauk út á pönnuna og steikið, bætið hvítlauknum saman við í lokin.

3. Bætið hakkinu út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar.

4. Þegar hakkið er tilbúið þá bætið þið einni krukku af pastasósu út á pönnuna og nautasoði.

5. Setjið þrjú lárviðarlauf saman við en takið þau upp úr réttinum áður en þið berið hann fram.

6. Saxið niður ferska steinselju og basilíku, sáldrið yfir hakkið.

7. Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

8. Berið fram með parmesan­osti og hafið nóg af honum.

Einfalt hvítlauksbrauð

1 baguette-brauð

ólífuolía

2 hvítlauksrif

1 dós sýrður rjómi

1 tsk. dijon-sinnep

Salt og nýmalaður pipar

Rifinn mozzarella-ostur

Nýrifinn parmesan-ostur

Steinselja

Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar í skál.

Skerið baguette-brauðið eftir endilöngu og leggið á pappírsklædda ofnplötu.

Smyrjið hvítlauksblöndunni yfir brauðsneiðarnar og sáldrið rifnum osti yfir.

Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

Saxið niður ferska steinselju og dreifið yfir brauðið þegar það kemur út úr ofninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×