Skoðun

Tölvu- og tæknivæðing í skólum skilar árangri

SigrúnJóhannsdóttir skrifar
Nýleg sænsk rannsókn sýnir að tölvu- og tæknivæðing í skólum skilar árangri. Rannsóknin sem gerð var í sænskum skólum leiddi í ljós að ef tækni er notuð markvisst í kennslufræðilegum tilgangi eins og gert er í ASL kennsluaðferðinni (iWTR), sem er kennsluaðferð í lestri fyrir yngsta stig grunnskóla, skilar hún góðum mælanlegum árangri.

Tölvur og spjöld

Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að kennsluaðferðin (ASL) þar sem tölvur og spjöld eru notuð markvisst til að efla læsi skilaði einnig betri árangri í stærðfræði.

Dýpri skilningur

Ástæðan er talin sú að nemendur skrifa á tölvu um allt það sem þau eru að læra í skólanum. Nemendur búa þannig til sín eigin stærðfræðidæmi, þá verður skilningur á námsefninu annar, dýpri og skemmtilegri! Stærðfræðin var skoðuð sérstaklega ásamt lestri nemenda í þriðja bekk.

Virkt samspil

En ég tel ekki ólíklegt að þessi aðferð að skrifa læsilega og á þægilegan hátt í tölvu um allt það sem verið er að nema hverju sinni skili sama jákvæða árangrinum. Að setja eigin orð á allar innlagnir er frábær leið til að skilja og um leið með tækninni getað miðlað og vera í virku samspili við kennara og nemendur um námsefnið. Eins og þykir sjálfsagt í lífi og starfi í dag.

Skiptir sköpum hvernig tæknin er notuð

Þetta sýnir okkur að það sem skiptir sköpum er hvernig tæknin er notuð. Að nota tækni markvisst í kennslufræðilegum tilgangi og kenna þannig nemendum að nýta sér tölvu og tækni sér til gagns og gleði skilar bæði betri árangri og undirbýr nemendur fyrir lífið. Gott vald á tækninni er þar algjör nauðsyn.

Upplýsingar um rannsóknina og ASL er að finna á síðu TMF.is undir Gagnlegt efni.




Skoðun

Sjá meira


×