Afar erfitt að fá A í nýju einkunnakerfi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Nýtt einkunnakerfi byggir á framtíðarsýn um lykilhæfni. Vísir/GVA Frá og með vorinu 2016 skal gefa nemendum sem ljúka grunnskóla vitnisburð í samræmi við matsviðmið í aðalnámskrá grunnskóla og nota bókstafina A, B+, B, C+, C og D. En hvað þýða þessir lykilþættir í námsskránni: hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunnir og lykilhæfni? Við gerð hæfnieinkunna er stuðst við einfaldar lýsingar á hæfni nemenda. Í aðalnámskrá standa lýsingar að baki bókstöfunum A, B og C í hverju fagi, svo kölluð matsviðmið. Þessi viðmið eru gerð fyrir hverja og eina námsgrein og eru byggð á hæfnisviðmiðum í aðalnámskrá. Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ að ósk kennara sem sögðu of litla hvatningu til framfara felast í einkunnagjöfinni. Að baki bókstöfunum liggja töluleg gildi sem hafa ekki verið gerð opinber. Tölugildin eru frá fjórum og niður í einn og eru ekki fyrir einkunnagjöf heldur hugsuð sem tæki fyrir kennara við einkunnagjöf í bókstöfum. Hætt við lokaeinkunn í lykilhæfniHætt var við að gefa lokaeinkunn í lykilhæfni. Lykilhæfnin er mæld í þáttum svo sem þrautseigju, frumkvæði, námsvitund og ábyrgð. Deilt var um hversu huglæg hæfnin var. „Það þurfti bara að endurhugsa það,“ segir Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, sem segir hugtakið þó skipta öllu máli í nýrri námsskrá. „Við vitum ekki hvaða veruleika ungt fólk sem er að ljúka námi verður í. Mörg þeirra starfa sem við sinnum í dag, þau verða horfin. þess vegna skiptir miklu máli að byggja upp lykilhæfnina, svo þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélagi framtíðar.“ Deilt um hæfnisprófEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir undarlegt að treysta ekki námsmati grunnskóla og að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. Illugi segir hæfnisprófin og framkvæmd á þeim enn á umræðustigi þótt stefnt sé að þeim. Það þurfi að breyta reglugerðum til þess að halda þau. „Menntamálastofnun er að leggja mat á það hvort einkunnaverðbólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja úr nemendum. Þeim fannst erfitt að meta raunverulega stöðu nemenda,“ segir Illugi og bætir við að til skoðunar sé að einstökum skólum verði heimilt að taka upp einhvers konar hæfnispróf. „Það er ekki verið að leggja upp með það að taka upp slík próf í öllum framhaldsskólum. Enda hentar það ekki öllum, það væri íþyngjandi. Suma skóla vantar til dæmis nemendur. Við viljum að skólarnir hafi sín sérkenni og hafi ólíkar nálganir um nemendahóp. Hvers vegna ættum við ekki að heimila skólum að leyfa slík próf?“ Tengdar fréttir Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Frá og með vorinu 2016 skal gefa nemendum sem ljúka grunnskóla vitnisburð í samræmi við matsviðmið í aðalnámskrá grunnskóla og nota bókstafina A, B+, B, C+, C og D. En hvað þýða þessir lykilþættir í námsskránni: hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunnir og lykilhæfni? Við gerð hæfnieinkunna er stuðst við einfaldar lýsingar á hæfni nemenda. Í aðalnámskrá standa lýsingar að baki bókstöfunum A, B og C í hverju fagi, svo kölluð matsviðmið. Þessi viðmið eru gerð fyrir hverja og eina námsgrein og eru byggð á hæfnisviðmiðum í aðalnámskrá. Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ að ósk kennara sem sögðu of litla hvatningu til framfara felast í einkunnagjöfinni. Að baki bókstöfunum liggja töluleg gildi sem hafa ekki verið gerð opinber. Tölugildin eru frá fjórum og niður í einn og eru ekki fyrir einkunnagjöf heldur hugsuð sem tæki fyrir kennara við einkunnagjöf í bókstöfum. Hætt við lokaeinkunn í lykilhæfniHætt var við að gefa lokaeinkunn í lykilhæfni. Lykilhæfnin er mæld í þáttum svo sem þrautseigju, frumkvæði, námsvitund og ábyrgð. Deilt var um hversu huglæg hæfnin var. „Það þurfti bara að endurhugsa það,“ segir Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, sem segir hugtakið þó skipta öllu máli í nýrri námsskrá. „Við vitum ekki hvaða veruleika ungt fólk sem er að ljúka námi verður í. Mörg þeirra starfa sem við sinnum í dag, þau verða horfin. þess vegna skiptir miklu máli að byggja upp lykilhæfnina, svo þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélagi framtíðar.“ Deilt um hæfnisprófEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir undarlegt að treysta ekki námsmati grunnskóla og að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. Illugi segir hæfnisprófin og framkvæmd á þeim enn á umræðustigi þótt stefnt sé að þeim. Það þurfi að breyta reglugerðum til þess að halda þau. „Menntamálastofnun er að leggja mat á það hvort einkunnaverðbólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja úr nemendum. Þeim fannst erfitt að meta raunverulega stöðu nemenda,“ segir Illugi og bætir við að til skoðunar sé að einstökum skólum verði heimilt að taka upp einhvers konar hæfnispróf. „Það er ekki verið að leggja upp með það að taka upp slík próf í öllum framhaldsskólum. Enda hentar það ekki öllum, það væri íþyngjandi. Suma skóla vantar til dæmis nemendur. Við viljum að skólarnir hafi sín sérkenni og hafi ólíkar nálganir um nemendahóp. Hvers vegna ættum við ekki að heimila skólum að leyfa slík próf?“
Tengdar fréttir Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“