Fyrstu Tesla Model X afhentir 29. september Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2015 13:36 Tesla Model X. Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent
Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent