Til hamingju og takk fyrir skutlið Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun