Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2015 09:09 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/GVA Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þriðja málið þar sem fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru á sakamannabekk en tveir hinna ákærðu, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sitja nú í fangelsi fyrir Al Thani-málið. Þá hlau Hreiðar Már einnig dóm í héraði í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða fyrr á árinu. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran í málinu grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í dag er áætlað að þrír sakborninga gefi skýrslu í málinu, þau Guðný, Hreiðar og Magnús. Áætlað er að aðalmeðferðin standi fram í næstu viku. Tengdar fréttir Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þriðja málið þar sem fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru á sakamannabekk en tveir hinna ákærðu, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sitja nú í fangelsi fyrir Al Thani-málið. Þá hlau Hreiðar Már einnig dóm í héraði í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða fyrr á árinu. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran í málinu grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í dag er áætlað að þrír sakborninga gefi skýrslu í málinu, þau Guðný, Hreiðar og Magnús. Áætlað er að aðalmeðferðin standi fram í næstu viku.
Tengdar fréttir Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56
Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30
Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02
Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50