Viðskipti innlent

Skúli fær milljarða sína ekki afhenta

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Skúli Þorvaldsson er ákærður vegna Marple-málsins svokallaða.
Skúli Þorvaldsson er ákærður vegna Marple-málsins svokallaða. Skúli/ÞÖK
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni Skúla Þorvaldssonar fjárfestis um afléttingu kyrrsetningar sjö milljarða króna eignum. Eignirnar voru kyrrsettar að beiðni sérstaks saksóknara vegna rannsóknar í Marple-málinu.

Lögmaður Skúla segir að ekki hafi verið fallist á beiðnina þar sem búið sé að gefa út ákæru í málinu.

„Það ræðst bara af því að þegar það var óskað eftir afléttingu kyrrsetningar þá var ekki búið að gefa út ákæru í málinu,“ segir Ólafur Örn Svansson lögmaður. „Það leiðir bara að lögum að þegar búið er að gefa út ákæru, þá er þetta er ekki ennþá á rannsóknarstigi.“

Marple-málið snýst um fjármuni sem fóru frá Kaupþingi til félaga í Lúxemborg og Möltu. Saksóknari segir að Skúli eigi félögin en því hefur hann sjálfur hafnað.

Auk Skúla eru fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg ákærðir. Er þeim gefið að sök að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple, sem samkvæmt ákæru er í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×