Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2014 12:56 Skúli segist ekki eiga Marple líkt og haldið hefur verið fram. Vísir/ÞÖK Skúli Þorvaldsson fjárfestir vill að ákæru sérstaks saksóknara á hendur sér vegna Marple-málsins svokallaða verði vísað frá. Hann ber því meðal annars við að hafa ekki notið réttlátrar málsmeðferðar og að rannsakendur hafi verið hlutdrægir. Fjögur félög tengd Skúla hafa einnig farið fram á frávísun vegna skorts á að sýnt sé fram á lögsögu yfir þeim á Íslandi. Fyrirtækin eru skráð í Lúxemborg og Möltu en ákæran á hendur þeim snýr að upptöku eigna sem saksóknari segir vera ágóða brotanna. Samkvæmt því sem fram kom í munnlegum málflutningi vegna frávísunarkrafnanna kom fram að Skúli samþykkir ekki að hann eigi félagið Marple. Saksóknari telur það hinsvegar skýrt og vísar meðal annars til þess að það hafi ekki verið vafamál hjá honum fyrr en eftir fyrstu yfirheyrslu. Þá var hann hinsvegar yfirheyrður sem vitni en ekki sem sakborningur. Það atriði er eitt af því sem lögmaður Skúla vísar til þegar hann segir að hann hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Réttarstaða Skúla breyttist eftir að húsleit var gerð hjá Kaupþingi í Lúxemborg en hann hafði fram að því verið með réttarstöðu vitnis. Í yfirheyrslum yfir öðrum aðilum var hinsvegar ekki neinn vafi í huga rannsakenda að Marple hafi verið félag Skúla. Auk Skúla eru fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg ákærðir. Er þeim gefið að sök að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple, sem samkvæmt ákæru er í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. Í ákærunni segir að Skúli „byggði um sig flókið félaganet í Lúxemborg og víðar. (...) Unnt er að rekja slóð hluta af ávinningi brotanna frá Marple til annarra félaga í eigu ákærða Skúla.“ Þessu mótmælti lögmaður félaganna fjögurra sem eiga að hafa tekið við fjármununum en hann sagði að hvergi væri útskýrt í ákærunni hvernig rekja megi þessa ætluðu slóð nema á einum stað, í ársbyrjun 2009. Þá benti lögmaðurinn á að félögin sem um ræðir væru ekki bara eign Skúla, fleiri hluthafar ættu þau. Saksóknari sagði hinsvegar víst hægt að rekja slóð peninganna til þessara félaga og vísaði í rannsóknargögn sem lægju fyrir dómnum. Þá sagði hún að upphæðir á bankareikningum væru vissulega ekki sundurgreinar eftir því hvaðan þær komu en það væri ekki nóg til að leiða til frávísunar. Þá benti hún á að Skúla hafi verið veitt heimild til að eiga viðskipti með eignir félagsins í því skyni að verja þær en engum öðrum hluthafa. Tengdar fréttir Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50 Í fyrsta sinn sem bankastjóri er ákærður fyrir fjárdrátt Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir eru sökuð um fjárdrátt upp á um átta milljarða króna. 3. júlí 2014 23:27 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skúli Þorvaldsson fjárfestir vill að ákæru sérstaks saksóknara á hendur sér vegna Marple-málsins svokallaða verði vísað frá. Hann ber því meðal annars við að hafa ekki notið réttlátrar málsmeðferðar og að rannsakendur hafi verið hlutdrægir. Fjögur félög tengd Skúla hafa einnig farið fram á frávísun vegna skorts á að sýnt sé fram á lögsögu yfir þeim á Íslandi. Fyrirtækin eru skráð í Lúxemborg og Möltu en ákæran á hendur þeim snýr að upptöku eigna sem saksóknari segir vera ágóða brotanna. Samkvæmt því sem fram kom í munnlegum málflutningi vegna frávísunarkrafnanna kom fram að Skúli samþykkir ekki að hann eigi félagið Marple. Saksóknari telur það hinsvegar skýrt og vísar meðal annars til þess að það hafi ekki verið vafamál hjá honum fyrr en eftir fyrstu yfirheyrslu. Þá var hann hinsvegar yfirheyrður sem vitni en ekki sem sakborningur. Það atriði er eitt af því sem lögmaður Skúla vísar til þegar hann segir að hann hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Réttarstaða Skúla breyttist eftir að húsleit var gerð hjá Kaupþingi í Lúxemborg en hann hafði fram að því verið með réttarstöðu vitnis. Í yfirheyrslum yfir öðrum aðilum var hinsvegar ekki neinn vafi í huga rannsakenda að Marple hafi verið félag Skúla. Auk Skúla eru fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg ákærðir. Er þeim gefið að sök að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple, sem samkvæmt ákæru er í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. Í ákærunni segir að Skúli „byggði um sig flókið félaganet í Lúxemborg og víðar. (...) Unnt er að rekja slóð hluta af ávinningi brotanna frá Marple til annarra félaga í eigu ákærða Skúla.“ Þessu mótmælti lögmaður félaganna fjögurra sem eiga að hafa tekið við fjármununum en hann sagði að hvergi væri útskýrt í ákærunni hvernig rekja megi þessa ætluðu slóð nema á einum stað, í ársbyrjun 2009. Þá benti lögmaðurinn á að félögin sem um ræðir væru ekki bara eign Skúla, fleiri hluthafar ættu þau. Saksóknari sagði hinsvegar víst hægt að rekja slóð peninganna til þessara félaga og vísaði í rannsóknargögn sem lægju fyrir dómnum. Þá sagði hún að upphæðir á bankareikningum væru vissulega ekki sundurgreinar eftir því hvaðan þær komu en það væri ekki nóg til að leiða til frávísunar. Þá benti hún á að Skúla hafi verið veitt heimild til að eiga viðskipti með eignir félagsins í því skyni að verja þær en engum öðrum hluthafa.
Tengdar fréttir Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50 Í fyrsta sinn sem bankastjóri er ákærður fyrir fjárdrátt Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir eru sökuð um fjárdrátt upp á um átta milljarða króna. 3. júlí 2014 23:27 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30
Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50
Í fyrsta sinn sem bankastjóri er ákærður fyrir fjárdrátt Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir eru sökuð um fjárdrátt upp á um átta milljarða króna. 3. júlí 2014 23:27
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent