Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2014 12:56 Skúli segist ekki eiga Marple líkt og haldið hefur verið fram. Vísir/ÞÖK Skúli Þorvaldsson fjárfestir vill að ákæru sérstaks saksóknara á hendur sér vegna Marple-málsins svokallaða verði vísað frá. Hann ber því meðal annars við að hafa ekki notið réttlátrar málsmeðferðar og að rannsakendur hafi verið hlutdrægir. Fjögur félög tengd Skúla hafa einnig farið fram á frávísun vegna skorts á að sýnt sé fram á lögsögu yfir þeim á Íslandi. Fyrirtækin eru skráð í Lúxemborg og Möltu en ákæran á hendur þeim snýr að upptöku eigna sem saksóknari segir vera ágóða brotanna. Samkvæmt því sem fram kom í munnlegum málflutningi vegna frávísunarkrafnanna kom fram að Skúli samþykkir ekki að hann eigi félagið Marple. Saksóknari telur það hinsvegar skýrt og vísar meðal annars til þess að það hafi ekki verið vafamál hjá honum fyrr en eftir fyrstu yfirheyrslu. Þá var hann hinsvegar yfirheyrður sem vitni en ekki sem sakborningur. Það atriði er eitt af því sem lögmaður Skúla vísar til þegar hann segir að hann hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Réttarstaða Skúla breyttist eftir að húsleit var gerð hjá Kaupþingi í Lúxemborg en hann hafði fram að því verið með réttarstöðu vitnis. Í yfirheyrslum yfir öðrum aðilum var hinsvegar ekki neinn vafi í huga rannsakenda að Marple hafi verið félag Skúla. Auk Skúla eru fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg ákærðir. Er þeim gefið að sök að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple, sem samkvæmt ákæru er í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. Í ákærunni segir að Skúli „byggði um sig flókið félaganet í Lúxemborg og víðar. (...) Unnt er að rekja slóð hluta af ávinningi brotanna frá Marple til annarra félaga í eigu ákærða Skúla.“ Þessu mótmælti lögmaður félaganna fjögurra sem eiga að hafa tekið við fjármununum en hann sagði að hvergi væri útskýrt í ákærunni hvernig rekja megi þessa ætluðu slóð nema á einum stað, í ársbyrjun 2009. Þá benti lögmaðurinn á að félögin sem um ræðir væru ekki bara eign Skúla, fleiri hluthafar ættu þau. Saksóknari sagði hinsvegar víst hægt að rekja slóð peninganna til þessara félaga og vísaði í rannsóknargögn sem lægju fyrir dómnum. Þá sagði hún að upphæðir á bankareikningum væru vissulega ekki sundurgreinar eftir því hvaðan þær komu en það væri ekki nóg til að leiða til frávísunar. Þá benti hún á að Skúla hafi verið veitt heimild til að eiga viðskipti með eignir félagsins í því skyni að verja þær en engum öðrum hluthafa. Tengdar fréttir Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50 Í fyrsta sinn sem bankastjóri er ákærður fyrir fjárdrátt Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir eru sökuð um fjárdrátt upp á um átta milljarða króna. 3. júlí 2014 23:27 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Skúli Þorvaldsson fjárfestir vill að ákæru sérstaks saksóknara á hendur sér vegna Marple-málsins svokallaða verði vísað frá. Hann ber því meðal annars við að hafa ekki notið réttlátrar málsmeðferðar og að rannsakendur hafi verið hlutdrægir. Fjögur félög tengd Skúla hafa einnig farið fram á frávísun vegna skorts á að sýnt sé fram á lögsögu yfir þeim á Íslandi. Fyrirtækin eru skráð í Lúxemborg og Möltu en ákæran á hendur þeim snýr að upptöku eigna sem saksóknari segir vera ágóða brotanna. Samkvæmt því sem fram kom í munnlegum málflutningi vegna frávísunarkrafnanna kom fram að Skúli samþykkir ekki að hann eigi félagið Marple. Saksóknari telur það hinsvegar skýrt og vísar meðal annars til þess að það hafi ekki verið vafamál hjá honum fyrr en eftir fyrstu yfirheyrslu. Þá var hann hinsvegar yfirheyrður sem vitni en ekki sem sakborningur. Það atriði er eitt af því sem lögmaður Skúla vísar til þegar hann segir að hann hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Réttarstaða Skúla breyttist eftir að húsleit var gerð hjá Kaupþingi í Lúxemborg en hann hafði fram að því verið með réttarstöðu vitnis. Í yfirheyrslum yfir öðrum aðilum var hinsvegar ekki neinn vafi í huga rannsakenda að Marple hafi verið félag Skúla. Auk Skúla eru fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg ákærðir. Er þeim gefið að sök að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple, sem samkvæmt ákæru er í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. Í ákærunni segir að Skúli „byggði um sig flókið félaganet í Lúxemborg og víðar. (...) Unnt er að rekja slóð hluta af ávinningi brotanna frá Marple til annarra félaga í eigu ákærða Skúla.“ Þessu mótmælti lögmaður félaganna fjögurra sem eiga að hafa tekið við fjármununum en hann sagði að hvergi væri útskýrt í ákærunni hvernig rekja megi þessa ætluðu slóð nema á einum stað, í ársbyrjun 2009. Þá benti lögmaðurinn á að félögin sem um ræðir væru ekki bara eign Skúla, fleiri hluthafar ættu þau. Saksóknari sagði hinsvegar víst hægt að rekja slóð peninganna til þessara félaga og vísaði í rannsóknargögn sem lægju fyrir dómnum. Þá sagði hún að upphæðir á bankareikningum væru vissulega ekki sundurgreinar eftir því hvaðan þær komu en það væri ekki nóg til að leiða til frávísunar. Þá benti hún á að Skúla hafi verið veitt heimild til að eiga viðskipti með eignir félagsins í því skyni að verja þær en engum öðrum hluthafa.
Tengdar fréttir Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50 Í fyrsta sinn sem bankastjóri er ákærður fyrir fjárdrátt Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir eru sökuð um fjárdrátt upp á um átta milljarða króna. 3. júlí 2014 23:27 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30
Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50
Í fyrsta sinn sem bankastjóri er ákærður fyrir fjárdrátt Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir eru sökuð um fjárdrátt upp á um átta milljarða króna. 3. júlí 2014 23:27