Sjö áhorfendur dóu í spænskri rallkeppni Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:45 Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað. Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent
Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað.
Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent