Formúla 1

McLaren notar tvær vélar í hvorn bíl á Spa

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Alonso eltir Button á brautinni. Báðir munu fá tvær nýjar Honda vélar til afnota um helgina.
Alonso eltir Button á brautinni. Báðir munu fá tvær nýjar Honda vélar til afnota um helgina. Vísir/Getty
McLaren mætti með splunkunýjar Honda vélar til Belgíu. Liðið ætlar að beita sérstakri aðferð um helgina. Tvær nýjar vélar fara í hvorn bíl um helgina.

Fyrri vélin mun knýja bílana á föstudagsæfingum. Nýjar vélar verða svo settar í bílana á laugardaginn.

Fyrri vélin verður sú sjöunda sem bæði Jenson Button og Fernando Alonso nota á tímabilinu. Þeirra bíður því refsing. Button verður líklega færður aftur um fimm sæti á ráslínu því hann hefur þegar notað sjöundu túrbínuna og vélarrafalinn. Alonso verður færður aftur um tíu sæti því hann er að fara yfir þröskuldinn og nota fystu íhluti númer sjö á tímabilinu.

Báðir munu þó nota sína áttundu vél, Honda fær þá tækifæri til að taka sjöundu vélarnar í sundur og framkvæma nákvæma greiningu á þeim uppfærslum sem gerðar hafa verið.

Button og Alonso munu því líklega ræsa aftast á Spa á sunnudaginn. Kosturinn við þessa aðferð er að Honda lærir mikið af því að taka vélina í sundur og greina hana. Einnig munu Button og Alonso geta notað sjöundu vélina þegartími þeirrar áttundu er liðinn, án þess að sæta refsingu fyrir vikið.

Alonso lýsti þessu þannig að „við fórnum“ keppni sem við myndum sennilega eiga á brattan að sækja í hvort eð er. Alonso telur liðið eiga betri möguleika á brautum sem koma seinna á tíambilinu, til dæmis í Singapúr.


Tengdar fréttir

Honda setur markið á Ferrari

Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina.

Raikkonen áfram hjá Ferrari 2016

Kimi Raikkonen verður áfram ökumaður Ferrari liðsins á næsta tímabili. Ýmsar getgátur hafa verið á loft um framtíð hans og möguleika annarra ökumanna til að ná í sæti hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×