Viðskipti innlent

Ekkert fékkst upp í 180 milljóna króna gjaldþrot Baðhússins

Birgir Olgeirsson skrifar
Linda Pétursdóttir, fyrrverandi eigandi Baðhússins.
Linda Pétursdóttir, fyrrverandi eigandi Baðhússins. Vísir
Skiptum er lokið á þrotabúi Baðhússins ehf. sem Linda Pétursdóttir rak um árabil. Samtals námu lýstar kröfur í búið 181,6 milljónum króna en ekkert fékkst greitt upp í þær kröfur, samkvæmt því sem kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta 16. janúar síðastliðinn með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness og var skiptum lokið 7. ágúst síðastliðinn. Linda fór nýverið yfir reksturinn á Baðhúsinu, heilsulind fyrir konur, í tímaritinu Man en hún sakaði yfirmenn fasteignafélagsins Regins um að hafa eyðilagt rekstur fyrirtækisins.

Sagði hún Baðhúsið hafa orðið fyrir miklum skaða þegar áætlanir um framkvæmdir á nýju Baðhúsi í Smáralind stóðust ekki.

Uppfært klukkan 13:05:

Fasteignafélagið Reginn vill árétta að félagið uppfyllti öll ákvæði leigusamnings sem gerður var á milli Regins og Baðhússins. Reginn gekk reyndar lengra en samningar kváðu á um til að liðka fyrir opnun Baðhússins og tryggja rekstur þess, en án árangurs.


Tengdar fréttir

Linda Pé svarar fyrir sig

"Það hefur aldrei talist stórmannlegt að tala gegn betri vitund en að milljarða fasteignarisi skuli leggjast svo lágt að ráðast á lítið fyrirtæki eins og Baðhúsið af þessu afli.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×