Innlent

Styrkja orkuafhendingu

Svavar Hávarðsson skrifar
Flutningur á húsi sem tengir vélar 2 og 3 í Sigöldu við tengivirki Landsnets.
Flutningur á húsi sem tengir vélar 2 og 3 í Sigöldu við tengivirki Landsnets. Mynd/Landsnet
Endurbætur standa yfir á tengivirki Landsnets við Sigöldu til að draga úr óstöðugleika byggðalínunnar og styrkja orkuafhendingu á Austurlandi.

Endurbæturnar fela í sér að mögulegt verður að láta tvær vélar í Sigöldu framleiða inn á austurhluta byggðalínunnar þegar truflanir verða.

Endurbæturnar á tengivirkinu í Sigöldu eru fyrst og fremst tímabundin neyðarráðstöfun til að bregðast við rekstrarerfiðleikum sem fylgja því að byggðalínan er nú rekin yfir stöðugleikamörkum stóran hluta ársins, segir í tilkynningu.

Framkvæmdir hafa gengið vel og er áætlað að þeim ljúki í september. Kostnaður við endurbæturnar er um 200 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×