Hrun markaða gæti minnkað bílasölu Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 09:53 Toyota Camry er jafnan söluhæsti fólksbíll í Bandaríkjunum. Það hrun sem varð á verðbréfamörkuðum í gær veldur bílasölum í Bandaríkjunum áhyggjum þar sem sala bíla er gjarnan í línulegu sambandi við hlutabréfaverð. Auk þess er tímasetning hrunsins nú óheppileg í ljósi þess að um 40% bílasölu í Bandaríkjunum fer yfirleitt fram í síðustu viku hvers mánaðar. Í ár vill svo til í Bandaríkjunum að „Labor day“-helgin, sem er vanalega gríðargóð í sölu bíla, er í september, en ekki í ágúst og þess vegna er búist við því að sala bíla í ágúst verði jafnvel minni í ár en í fyrra. Dow Jones vísitalan féll um 588 stig í gær, eða um 3,6% og þykja það ekki góðar fréttir fyrir bílasölu. Ágúst er vanalega mjög góður mánuður í bílsölu í Bandaríkjunum, en ekki er víst að svo verði í ár. Þó svo velferð fólks í Bandaríkjunum byggi ekki á hlutabréfaverði þá eru huglæg áhrif þess mikil og fólk hugsi sig verulega um varðandi stærri fjárfestingar á meðan hlutabréfaverð fellur. Á þetta sérstaklega við um sölu dýrari lúxusbíla þar sem kaupendur þeirra byggja fjárfestingar sínar meira á væntingum en þörfum fyrir nýjan bíl. Hlutabréf í General Motors féllu um 6% í gær og voru það fréttir af minnkandi bílasölu í Kína sem mest áhrif höfðu á lækkunina. Þrátt fyrir þessi óveðursský kemur á móti að lágt bensínverð, lágir vextir, mikið aðgengi að lánsfjármagni, lítið atvinnuleysi og gott efnahagsástand í Bandaríkjunum kemur til með að milda höggið varðandi bílsölu. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið í ár um 4,5% frá síðasta ári og stefnir í næst besta bílasöluár vestanhafs frá upphafi. Árið 2000 seldust 17,4 milljónir bíla í Bandaríkjunum, en nú stefnir í 17,2 milljón bíla sölu. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent
Það hrun sem varð á verðbréfamörkuðum í gær veldur bílasölum í Bandaríkjunum áhyggjum þar sem sala bíla er gjarnan í línulegu sambandi við hlutabréfaverð. Auk þess er tímasetning hrunsins nú óheppileg í ljósi þess að um 40% bílasölu í Bandaríkjunum fer yfirleitt fram í síðustu viku hvers mánaðar. Í ár vill svo til í Bandaríkjunum að „Labor day“-helgin, sem er vanalega gríðargóð í sölu bíla, er í september, en ekki í ágúst og þess vegna er búist við því að sala bíla í ágúst verði jafnvel minni í ár en í fyrra. Dow Jones vísitalan féll um 588 stig í gær, eða um 3,6% og þykja það ekki góðar fréttir fyrir bílasölu. Ágúst er vanalega mjög góður mánuður í bílsölu í Bandaríkjunum, en ekki er víst að svo verði í ár. Þó svo velferð fólks í Bandaríkjunum byggi ekki á hlutabréfaverði þá eru huglæg áhrif þess mikil og fólk hugsi sig verulega um varðandi stærri fjárfestingar á meðan hlutabréfaverð fellur. Á þetta sérstaklega við um sölu dýrari lúxusbíla þar sem kaupendur þeirra byggja fjárfestingar sínar meira á væntingum en þörfum fyrir nýjan bíl. Hlutabréf í General Motors féllu um 6% í gær og voru það fréttir af minnkandi bílasölu í Kína sem mest áhrif höfðu á lækkunina. Þrátt fyrir þessi óveðursský kemur á móti að lágt bensínverð, lágir vextir, mikið aðgengi að lánsfjármagni, lítið atvinnuleysi og gott efnahagsástand í Bandaríkjunum kemur til með að milda höggið varðandi bílsölu. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið í ár um 4,5% frá síðasta ári og stefnir í næst besta bílasöluár vestanhafs frá upphafi. Árið 2000 seldust 17,4 milljónir bíla í Bandaríkjunum, en nú stefnir í 17,2 milljón bíla sölu.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent