Ísland er ómótaður leir Hörður Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2015 14:47 Ísland er nánast eins og ómótaður leir og með hverjum deginum færum við okkur nær því að verða sannkölluð draumaeyja. Hér eru tækifæri á hverju strái og margt hægt að gera til þess að tryggja ein bestu lífsskilyrði heims. En þótt þeir svartsýnu láti nú oft hátt í sér heyra þá eru þeir bjartsýnu önnum kafnir við það að greiða veginn að bjartari og betri framtíð. Á þessu ári hefur margt og mikið gerst og þótt ýmislegt hefði betur mátt fara erum við óneitanlega á góðri leið með að endurheimta stöðu okkar meðal fremstu þjóða heims. Þökk sé aðgerðum stjórnvalda hefur hagur heimilanna í landinu batnað verulega, kaupmáttur aukist, atvinnuleysi lækkað og sé miðað við landsframleiðslu hafa skuldir heimilanna ekki verið lægri síðan 2004. Ríkisstjórnin á talsvert hrós skilið fyrir þessa vinnu og þá sérstaklega fjármálaráðuneytið fyrir að taka skref í átt að því að frelsa þjóðina undan höftunum. En þótt við séum nánast búin að rétta skútuna á réttan kjöl, er í raun of snemmt að fagna. Við verðum að búa okkur undir allskyns veður og vinda næstu ár og setja okkur langtímamarkmið til þess að tryggja það að við séum að sigla í rétta átt. Nú þurfa verkin einfaldlega að tala! Íslendingar þurfa að hætta að bera sig saman við Norðurlöndin og þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að við séum smáþjóð. Við erum býsna háð verslun og viðskiptum og ættum því að móta kerfið okkar til þess að tryggja einstök og örugg skilyrði fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Skattar í landinu ættu því almennt að vera fáir, lágir, flatir og skiljanlegir en ættu einnig ekki að mismuna atvinnugreinum. Ég vona því að ríkisstjórnin ráðist í enn frekari skattalækkanir og einfaldi þar með skattkerfið á næstu árum. Þá væri gaman að sjá aukna alþjóðavæðingu eiga sér stað en ég held að fátt myndi koma sér betur fyrir Ísland en að laða að sér talsvert af erlendum einstaklingum og fyrirtækjum til þess að hrista upp í hlutunum og veita íslenskum vinnumarkaði aðhald. Aðrar þjóðir hafa gert annað eins og njóta nú góðs af. Að öðru leiti ættu stjórnvöld ávallt að hafa framtíðina að leiðarljósi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja það að nýsköpun fái að njóta sín. En það eru einmitt frumkvöðlar heimsins sem taka óumbeiðnir áhættu til þess að leysa þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Sem ungum Íslending langar mig að lifa í landi sem er í fremstu víglínu og þá þurfa stjórnvöld einfaldlega að leggja sitt af mörkum til þess að bjóða upp á þetta öryggi og frelsi. Þótt ég stikli hér á stóru þá er kjarni málsins sá að Ísland hefur allt til þess að verða fremst meðal þjóða. Langtímamarkmið og reynsla annara smáþjóða þurfa bara að vera okkur að leiðarljósi og þá ættu björtustu tímar Íslands einungis að vera handan við hornið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ísland er nánast eins og ómótaður leir og með hverjum deginum færum við okkur nær því að verða sannkölluð draumaeyja. Hér eru tækifæri á hverju strái og margt hægt að gera til þess að tryggja ein bestu lífsskilyrði heims. En þótt þeir svartsýnu láti nú oft hátt í sér heyra þá eru þeir bjartsýnu önnum kafnir við það að greiða veginn að bjartari og betri framtíð. Á þessu ári hefur margt og mikið gerst og þótt ýmislegt hefði betur mátt fara erum við óneitanlega á góðri leið með að endurheimta stöðu okkar meðal fremstu þjóða heims. Þökk sé aðgerðum stjórnvalda hefur hagur heimilanna í landinu batnað verulega, kaupmáttur aukist, atvinnuleysi lækkað og sé miðað við landsframleiðslu hafa skuldir heimilanna ekki verið lægri síðan 2004. Ríkisstjórnin á talsvert hrós skilið fyrir þessa vinnu og þá sérstaklega fjármálaráðuneytið fyrir að taka skref í átt að því að frelsa þjóðina undan höftunum. En þótt við séum nánast búin að rétta skútuna á réttan kjöl, er í raun of snemmt að fagna. Við verðum að búa okkur undir allskyns veður og vinda næstu ár og setja okkur langtímamarkmið til þess að tryggja það að við séum að sigla í rétta átt. Nú þurfa verkin einfaldlega að tala! Íslendingar þurfa að hætta að bera sig saman við Norðurlöndin og þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að við séum smáþjóð. Við erum býsna háð verslun og viðskiptum og ættum því að móta kerfið okkar til þess að tryggja einstök og örugg skilyrði fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Skattar í landinu ættu því almennt að vera fáir, lágir, flatir og skiljanlegir en ættu einnig ekki að mismuna atvinnugreinum. Ég vona því að ríkisstjórnin ráðist í enn frekari skattalækkanir og einfaldi þar með skattkerfið á næstu árum. Þá væri gaman að sjá aukna alþjóðavæðingu eiga sér stað en ég held að fátt myndi koma sér betur fyrir Ísland en að laða að sér talsvert af erlendum einstaklingum og fyrirtækjum til þess að hrista upp í hlutunum og veita íslenskum vinnumarkaði aðhald. Aðrar þjóðir hafa gert annað eins og njóta nú góðs af. Að öðru leiti ættu stjórnvöld ávallt að hafa framtíðina að leiðarljósi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja það að nýsköpun fái að njóta sín. En það eru einmitt frumkvöðlar heimsins sem taka óumbeiðnir áhættu til þess að leysa þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Sem ungum Íslending langar mig að lifa í landi sem er í fremstu víglínu og þá þurfa stjórnvöld einfaldlega að leggja sitt af mörkum til þess að bjóða upp á þetta öryggi og frelsi. Þótt ég stikli hér á stóru þá er kjarni málsins sá að Ísland hefur allt til þess að verða fremst meðal þjóða. Langtímamarkmið og reynsla annara smáþjóða þurfa bara að vera okkur að leiðarljósi og þá ættu björtustu tímar Íslands einungis að vera handan við hornið.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar