Söluhæsti júlí í sögu Porsche Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 16:15 Mikið flug er á Porsche þessa dagana. Um 20,733 nýir kaupendur bættust í hóp nýrra Porsche eigenda í júlímánuði. Þetta er metfjölgun og aukning uppá 22% frá sama tímabili í fyrra. Af þessum fjölda hafa t.d. 1,900 nýir 911 og Boxster sportbílaeigendur væntanlega gripið tækifærið og fangað sumarið “topplausir”. Yfir heildina litið voru afgreiddir 135,000 nýir Porsche bílar fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir 29% aukningu frá fyrra ári. “Seinni helmingur ársins byrjaði frábærlega með söluhæsta júlímánuði sögunnar hjá okkur,” segir Bernhard Maier á sölu- og markaðssviði Porsche AG. “Og við ætlum okkur ekkert að slá af. Viðskiptavinir okkar og aðdáendur Porsche mega því strax byrja að láta sig hlakka til bílasýningarinnar í Frankfurt í september. Það verður eitthvað.” Þýskir neytendur tryggðu sér 3,200 nýja Porsche bíla í júlí, sem svarar til 46% söluaukningar. Í Bandaríkjunum fengu 4.700 manns nýjan Porsche afhentan, sem er 10% aukning á sölu og jafnframt stærsti einstaki markaður Porsche í heiminum í júlímánuði 2015. Af einstökum Porsche tegundum náði sportjeppinn Macan að skáka öllum við á heimsvísu með um 7.800 bíla selda. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Um 20,733 nýir kaupendur bættust í hóp nýrra Porsche eigenda í júlímánuði. Þetta er metfjölgun og aukning uppá 22% frá sama tímabili í fyrra. Af þessum fjölda hafa t.d. 1,900 nýir 911 og Boxster sportbílaeigendur væntanlega gripið tækifærið og fangað sumarið “topplausir”. Yfir heildina litið voru afgreiddir 135,000 nýir Porsche bílar fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir 29% aukningu frá fyrra ári. “Seinni helmingur ársins byrjaði frábærlega með söluhæsta júlímánuði sögunnar hjá okkur,” segir Bernhard Maier á sölu- og markaðssviði Porsche AG. “Og við ætlum okkur ekkert að slá af. Viðskiptavinir okkar og aðdáendur Porsche mega því strax byrja að láta sig hlakka til bílasýningarinnar í Frankfurt í september. Það verður eitthvað.” Þýskir neytendur tryggðu sér 3,200 nýja Porsche bíla í júlí, sem svarar til 46% söluaukningar. Í Bandaríkjunum fengu 4.700 manns nýjan Porsche afhentan, sem er 10% aukning á sölu og jafnframt stærsti einstaki markaður Porsche í heiminum í júlímánuði 2015. Af einstökum Porsche tegundum náði sportjeppinn Macan að skáka öllum við á heimsvísu með um 7.800 bíla selda.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent