Formúla 1

Mercedes þarf að vara sig á Ferrari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg, Wolff og Hamilton ætla að passa sig á Vettel og Ferrari.
Rosberg, Wolff og Hamilton ætla að passa sig á Vettel og Ferrari. Vísir/Getty
Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff hefur varað lið sitt við að slaka of mikið á. Wolff vill ekki hleypa Sebastian Vettel og Ferrari nær í titilbaráttunni.

Lewis Hamilton varð sjötti og Nico Rosberg áttundi í síðustu keppni í Ungverjalandi á meðan Vettel vann sína aðra keppni á tímabilinu og með Ferrari.

Keppnin í Ungverjalandi var söguleg. Þetta var fyrsta keppnin síðan nýju vélareglurnar tóku gildi í upphafi árs 2014 þar sem hvorugur Mercedes ökumaðurinn var á verðlaunapalli.

Vettel er nú 42 stigum á eftir Hamilton sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna. Það munar minna en einni unni keppni á Vettel og Rosberg.

„Við þurfum að vera vör um okkur. Við erum bara 42 stigum á undan í keppni ökumanna og við höfum séð hversu hratt það getur breyst. Ef við eigum slæman dag þar sem báðir bílar enda utan stiga og búmm, þú ferð aftur á bak,“ sagði Wolff.

„Það kemur ekki á óvart að Ferrari eru öflugir. Það er of einfalt að segja að þeir séu betri við heitar aðstæður og við við kaldar. Ég held að þetta snúist meira um hönnun brautarinnar, við höfðum ekki nægan keppnishraða í öðrum bílnum, við þurfum að greina það, hvað hinn bílinn varðar gerðum við mistök og Lewis lenti í atvikum á brautinni,“ sagði Wolff.


Tengdar fréttir

Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi

Eftir dramatíska keppni kom Sebastian Vettel fyrstur í mark á Ferrari bílnum. Daniil Kvyat á Red Bull varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji einnig á Red Bull.

Rosberg skilur ekki hraða Hamilton

Nico Rosberg er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökunum. Rosberg náði flestum ráspólum á síðasta ári en sagan er önnur í ár.

Sauber staðfestir ökumenn snemma

Sauber ætlar að halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Liðið hefur tilkynnt þetta til að forðast óþarfa slúður og kjaftasögur.

Lauda: Svona á lífið í kappakstrinum að vera

Keppnin var einkar viðburðarík. Sebastian Vettel kom Ferrari bílnum í forystu strax í ræsingu og hélt sig þar til loka. Aftar var mikið um sviftingar. Hver sagði hvað eftir keppnina?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×