Mazda kynnir nýjan jeppling í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 14:45 Mazda Koeru tilraunajepplingurinn. Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent