Handbolti

Grétari Ara hrósað af handboltagoðsögn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Grétar hefur vakið athygli fyrir buxnaval sitt hingað til í mótinu.
Grétar hefur vakið athygli fyrir buxnaval sitt hingað til í mótinu. Vísir/Facebook-síða mótsins
Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Hauka í Olís-deildinni, hefur slegið í gegn á Heimsmeistaramóti U19 ára í handknattleik sem fer fram í Rússlandi þessa dagana. Hefur buxnaval Grétars vakið mikla athygli en þá hefur þessi ungi markvörður einnig sýnt frábæra takta milli stanganna.

Grétar hefur farið afar vel af stað og hreif hann rússnesku goðsögnina Andrey Lavrov á dögunum en Lavrov sem var markvörður var á sínum tíma valinn handboltamaður aldarinnar í Rússlandi. Vann hann Ólympígull með þremur mismunandi þjóðum á sínum tíma.

„Ég hef ekki náð að fylgjast með öllum leikjum en það eru tveir til þrír frábærir markmenn hérna. Danski markvörðurinn hefur staðið sig vel og Grétar Ari Guðjónsson í íslenska liðinu hefur verið frábær.“


Tengdar fréttir

Er miklu betri í stuttbuxunum

Grétar Ari Guðjónsson og félagar í U-19 ára landsliðinu í handbolta hafa unnið alla sína leiki á HM í Rússlandi og eru til alls líklegir. Grétar hefur vakið athygli á mótinu, bæði fyrir frammistöðu, sem og klæðaburð.

Frábær byrjun Íslands á HM

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann frábæran sigur á Spáni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi, en lokatölur 25-24.

Stórsigur hjá strákunum í fyrsta leik

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann stórsigur á Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×