Handbolti

Slóvenar mótherjar Íslands í undanúrslitunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Facebook-síða IHF
Ísland mætir Slóvenum í undanúrslitum heimsmeistaramóts U19 í handknattleik á miðvikudaginn en þetta varð ljóst eftir 34-29 sigur slóvenska liðsins á Svíþjóð í dag.

Íslenska liðið vann frábæran fimm marka sigur á Brasilíu í morgun og tryggði sæti sitt í undanúrslitum mótsins.

Slóvenska liðið fór taplaust í gegn um D-riðilinn en eina jafntefli liðsins kom gegn Frakklandi í lokaleik riðilsins. Lögðu þeir Króatíu af velli í 16-liða úrslitunum og Noreg í dag með 5 marka mun.

Leikið verður 10.30 um morgun á íslenskum tíma á miðvikudaginn í Yekaterinburg og verður leikurinn í beinni útsendingu sem og beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×