Samfélag eða Excel-skjal Gunnar Axel Axelsson skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í rekstri Hafnarfjarðarbæjar eftir efnahagshrun er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðhald og alltaf er svigrúm til að gera betur. Um það held ég að allir geti verið sammála og fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn séu meðvitaðir um. Okkur greinir aftur á móti á um forgangsröðun, aðferðir og leiðir. Stjórnunaraðferðir nýs bæjarstjóra og framkoma núverandi meirihluta gagnvart starfsfólki bæjarins er meðal þess sem við í minnihlutanum getum ekki sætt okkur við eða tekið þátt í.28% launahækkun bæjarstjóra Á sama tíma og gengið er fram af mikilli hörku gagnvart starfsfólki og allar mögulegar leiðir farnar í þeim tilgangi að skerða starfskjör þess hefur launakostnaður vegna embættis bæjarstjóra hækkað um tæplega 28% á milli ára, eða sem nemur um fimm milljónum króna á ársgrundvelli. Það er meira en margt af starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar hefur í árslaun, fyrir störf sem eru svo sannarlega ekkert síður merkileg eða mikilvæg. Bifreiðahlunnindi bæjarstjórans hafa reyndar hækkað enn meira en launin eða um 86% á einu ári. Það eitt og sér er næg ástæða til að krefja meirihluta bæjarstjórnar skýringa.Hroki og virðingarleysi Okkar upplifun er sú að innleidd hafi verið stefna og aðferðafræði í mannauðsmálum sem einkennist af hroka og virðingarleysi gagnvart þeim sem eiga að sinna þjónustu við bæjarbúa. Í því samhengi er ástæða til að benda á að flestir þeirra starfsmanna sem hafa misst vinnuna eiga langan og farsælan starfsferil að baki í þjónustu við bæjarbúa. Meðalstarfsaldur þeirra er 16 ár og stór hluti á aðeins nokkur ár í áætluð starfslok. Auk þess virðist fullkomlega óljóst hvort þessar aðgerðir muni skila raunverulegum sparnaði þegar upp er staðið en kostnaðurinn við uppsagnirnar og samninga þeim tengda hleypur á tugum milljóna króna. Nú þegar hafa líka verið auglýstar nokkrar nýjar stöður lausar til umsóknar sem væntanlega mun hafa einhver útgjöld í för með sér. Það er heldur ekki ósennilegt að hluti þess starfsfólks sem hefur verið sagt upp leiti réttar síns hjá dómstólum og því verður ekki spurt fyrr en að leikslokum um endanlegan kostnað bæjarins.Nóg komið Meirihluti bæjarstjórnar getur ekki skammtað einum manni tugprósenta launahækkun á sama tíma og það er verið að svipta fólk atvinnu og krefjast þess af öðru starfsfólki að það taki á sig launalækkanir. Í hugum flestra segir þetta sig sjálft og því óskiljanlegt að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks skuli ekki sjá að þetta gengur ekki upp. Hafnarfjörður er nefnilega samfélag en ekki Excel-skjal og starfsfólk bæjarins er manneskjur en ekki tölur á blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í rekstri Hafnarfjarðarbæjar eftir efnahagshrun er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðhald og alltaf er svigrúm til að gera betur. Um það held ég að allir geti verið sammála og fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn séu meðvitaðir um. Okkur greinir aftur á móti á um forgangsröðun, aðferðir og leiðir. Stjórnunaraðferðir nýs bæjarstjóra og framkoma núverandi meirihluta gagnvart starfsfólki bæjarins er meðal þess sem við í minnihlutanum getum ekki sætt okkur við eða tekið þátt í.28% launahækkun bæjarstjóra Á sama tíma og gengið er fram af mikilli hörku gagnvart starfsfólki og allar mögulegar leiðir farnar í þeim tilgangi að skerða starfskjör þess hefur launakostnaður vegna embættis bæjarstjóra hækkað um tæplega 28% á milli ára, eða sem nemur um fimm milljónum króna á ársgrundvelli. Það er meira en margt af starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar hefur í árslaun, fyrir störf sem eru svo sannarlega ekkert síður merkileg eða mikilvæg. Bifreiðahlunnindi bæjarstjórans hafa reyndar hækkað enn meira en launin eða um 86% á einu ári. Það eitt og sér er næg ástæða til að krefja meirihluta bæjarstjórnar skýringa.Hroki og virðingarleysi Okkar upplifun er sú að innleidd hafi verið stefna og aðferðafræði í mannauðsmálum sem einkennist af hroka og virðingarleysi gagnvart þeim sem eiga að sinna þjónustu við bæjarbúa. Í því samhengi er ástæða til að benda á að flestir þeirra starfsmanna sem hafa misst vinnuna eiga langan og farsælan starfsferil að baki í þjónustu við bæjarbúa. Meðalstarfsaldur þeirra er 16 ár og stór hluti á aðeins nokkur ár í áætluð starfslok. Auk þess virðist fullkomlega óljóst hvort þessar aðgerðir muni skila raunverulegum sparnaði þegar upp er staðið en kostnaðurinn við uppsagnirnar og samninga þeim tengda hleypur á tugum milljóna króna. Nú þegar hafa líka verið auglýstar nokkrar nýjar stöður lausar til umsóknar sem væntanlega mun hafa einhver útgjöld í för með sér. Það er heldur ekki ósennilegt að hluti þess starfsfólks sem hefur verið sagt upp leiti réttar síns hjá dómstólum og því verður ekki spurt fyrr en að leikslokum um endanlegan kostnað bæjarins.Nóg komið Meirihluti bæjarstjórnar getur ekki skammtað einum manni tugprósenta launahækkun á sama tíma og það er verið að svipta fólk atvinnu og krefjast þess af öðru starfsfólki að það taki á sig launalækkanir. Í hugum flestra segir þetta sig sjálft og því óskiljanlegt að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks skuli ekki sjá að þetta gengur ekki upp. Hafnarfjörður er nefnilega samfélag en ekki Excel-skjal og starfsfólk bæjarins er manneskjur en ekki tölur á blaði.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun