Jón Páll Bjarnason látinn Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2015 17:14 Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938. Vísir/Arnþór Jón Páll Bjarnason gítarleikari varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn, 77 ára að aldri. Jón Páll var í hópi bestu gítarista landsins og var meðal frumkvöðla á sviði djasstónlistar á Íslandi. Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938, sonur hjónanna Önnu G. Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Gunnars Bjarnasonar verkfræðings og skólastjóra Vélskóla Íslands. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hann hafi lokið prófi frá Loftskeytaskólanum, en hafði áður sýnt mikla hæfileika á sviði tónlistar. „Hann stundaði nám í sellóleik og og síðar í píanóleik, en mjög snemma varð gítarinn fyrir valinu og fylgdi honum til hinsta dags. Jón Páll tók kornungur að leika með bestu hljómsveitum landsins fyrir dansi, fyrst hér á landi en sótti síðar á svipuð mið í Danmörku og Svíþjóð og um skeið lék hann með erlendum tónlistarmönnum á skemmtiferðaskipum á Karíbahafi. Síðar á ævinni fór hann í framhaldsnám í list sinni í Bandaríkjunum og lék m.a. með heimsfrægum tónlistamönnum.“ Hann stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi. Jón Páll var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ellý Vilhjálms söngkona. Þau skildu en áttu dótturina Hólmfríði Ástu. Sonur hennar er Sveinn H. Guðmundsson frá Reykjum í Mosfellsbæ Önnur kona Jóns Páls var Erna Haraldsdóttir flugfreyja, sem fórst í flugslysinu mikla á Sri Lanka í nóvember 1978. Þriðja eiginkona hans var Roberta Ostroff rithöfundur í Bandaríkjunum, en hún lést 2004. Jón Páll stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Jón Páll Bjarnason gítarleikari varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn, 77 ára að aldri. Jón Páll var í hópi bestu gítarista landsins og var meðal frumkvöðla á sviði djasstónlistar á Íslandi. Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938, sonur hjónanna Önnu G. Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Gunnars Bjarnasonar verkfræðings og skólastjóra Vélskóla Íslands. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hann hafi lokið prófi frá Loftskeytaskólanum, en hafði áður sýnt mikla hæfileika á sviði tónlistar. „Hann stundaði nám í sellóleik og og síðar í píanóleik, en mjög snemma varð gítarinn fyrir valinu og fylgdi honum til hinsta dags. Jón Páll tók kornungur að leika með bestu hljómsveitum landsins fyrir dansi, fyrst hér á landi en sótti síðar á svipuð mið í Danmörku og Svíþjóð og um skeið lék hann með erlendum tónlistarmönnum á skemmtiferðaskipum á Karíbahafi. Síðar á ævinni fór hann í framhaldsnám í list sinni í Bandaríkjunum og lék m.a. með heimsfrægum tónlistamönnum.“ Hann stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi. Jón Páll var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ellý Vilhjálms söngkona. Þau skildu en áttu dótturina Hólmfríði Ástu. Sonur hennar er Sveinn H. Guðmundsson frá Reykjum í Mosfellsbæ Önnur kona Jóns Páls var Erna Haraldsdóttir flugfreyja, sem fórst í flugslysinu mikla á Sri Lanka í nóvember 1978. Þriðja eiginkona hans var Roberta Ostroff rithöfundur í Bandaríkjunum, en hún lést 2004. Jón Páll stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira