Viðskipti innlent

Starfsmenn Alcoa Fjarðaráls samþykkja kjarasamning

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá undirritun kjarasamningsins.
Frá undirritun kjarasamningsins.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál sem samið var um fyrr í sumar lauk í gær og var hann samþykktur með 90% greiddra atkvæða. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Helstu breytingar í nýjum samningi felast m.a. í hækkun grunnlauna og breyttu vinnutímafyrirkomulagi. Þannig mun t.d. vinnustundum vaktavinnufólks á mánuði fækka auk þess sem kveðið er á um viðbætur og hækkanir á launatöflum, árlega hækkun desember- og orlofsuppbóta og samið er um eingreiðslu til starfsmanna. Einnig felur kjarasamningurinn í sér fæðingarstyrk frá Alcoa Fjarðaáli til starfsmanna sinna sem fara í fæðingar- og foreldraorlof.

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, kveðst ánægður með samninginn og þann mikla stuðning sem hann fékk meðal starfsmanna í atkvæðagreiðslunni. Hann telur að samningurinn feli í sér mikla kjarabót fyrir starfsfólk Fjarðaáls. Alls voru 393 starfsmenn á kjörskrá en 180 starfsmenn greiddu atkvæði.


Tengdar fréttir

Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli

Helstu breytingar felast í breyttu vinnutímafyrirkomulagi en vinnustundum vaktavinnufólks á mánuði fækkar, tekinn verður upp fæðingarstyrkur til starfsmanna í fæðingar- og foreldraorlofi og grunnlaun munu hækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×