Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2015 18:08 Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita