Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2015 18:08 Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira