Ættmóðir BMW fjölskyldunnar fellur frá Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 10:04 Johanna Quandt. Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent
Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent