Chevrolet fylgir Ford í aukinni notkun áls Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 12:35 Chevrolet Silverado. Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent
Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent