Skrautlegt ár hjá Allenby 30. júlí 2015 17:30 Allenby ásamt Middlemo kylfusveini. vísir/getty Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira