Landspítalinn þarf að vera eftirsóttur vinnustaður því þangað leggjast inn veikustu sjúklingar landsins Inga María Árnadóttir skrifar 23. júlí 2015 15:42 Hvað leggja hjúkrunarfræðingar upp með í kjarabaráttu sinni? Hversu mikla hækkun vilja þeir fá? Algengt er í kjarabaráttu að miða sig við næsta mann, næstu stétt, til að fá hugmynd um hvar maður sjálfur ætti að standa. Ef manni bjóðast lægri laun en næsti maður vill maður hærri laun. Skiljanlega. Ein starfsstétt fær mikla kauphækkun og þannig verður til flóðbylgja launahækkana með tilheyrandi verðbólgu. Nú reynir ríkið að stöðva öfgakenndar launahækkanir til að sporna við verðhækkunum með því að ráðast á ölduna í hæstu hæð. En þær starfsstéttir sem eru eftirsótt vinnuafl á heimsmarkaði, eins og hjúkrunarfræðingar, eru í þeirri stöðu að geta leitað út fyrir landssteinana að vinnu og því neyðast atvinnurekendur, í þessu tilviki ríkið, til að taka þátt í samkeppninni ef þeir vilja halda í starfsmenn sína. Því miður. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru skýrar og hafa verið síðastu ár: viljinn er að 80% vaktavinna sé metin til jafns við 100% dagvinnu. Auk þess ætti hverjum manni að vera ljóst að næturvakt um helgi ætti ekki að vera á sama taxta og morgunvakt um helgi. Eins og staðan er í dag er einn álagstaxti fyrir kvöldvakt, annar fyrir næturvakt og sá þriðji fyrir helgarvakt. Það þýðir að vinnir þú næturvakt á laugardegi færðu jafn mikið greitt og fyrir morgunvakt á laugardegi, sem er fráleitt. Í nágrannalöndunum fá hjúkrunarfræðingar greitt helgarálag, auk næturvaktar- eða kvöldvaktarálagsins, vinni þeir slíka vakt um helgi. Séu kjör heilbrigðisstarfsmanna lakari hér en í öðrum löndum sjá þeir kost á því að leita annað. Skortur er á hjúkrunarfræðingum á heimsvísu og hjúkrunarfræðingar eru að flykkjast til Noregs í þúsundatali frá sínum heimalöndum þar sem einnig ríkir skortur. Því er ljóst að hjúkrunarfræðingar eru í stöðu til að taka við hæsta boði, þrátt fyrir þörf á þjónustu þeirra í heimalandinu. Af hverju ætti nokkur maður, hvað þá af erlendum uppruna, að kjósa að starfa á Íslandi, á lægri launum í lengri vinnuviku, við afleitan tækjakost og vinnuaðstæður í aftakaveðri, frekar en í fyrirheitna landinu, Noregi? Ef takast á að flytja inn erlenda hjúkrunarfræðinga í hundruða tali þarf að greiða fyrir ferðakostnað, samskiptamiðlanir og húsnæði til viðbótar við launin sem þurfa að vera samkeppnishæf. Þar sem það yrði of kostnaðarsamt gæti skapast sú hætta að ekki verði gerð krafa um íslenskukunnáttu til að laða erlenda starfsmenn að en sú krafa er gerð á Norðurlöndunum af augljósum öryggisástæðum. Einnig er algengt að erlendir starfsmenn vinni hörðum höndum í stuttan tíma, lifi spart og fari síðan með peninginn úr landi. Þannig tapast að auki þeir fjármunir sem hefðu annars farið út í íslenskt hagkerfi. Ef ráða á hjúkrunarfræðinga í gegnum hjúkrunarleigur eru faglegar skyldur leigðra hjúkrunarfræðinga gagnvart stofnuninni ekki þær sömu og starfsmanna spítalans, t.a.m. hvað varðar kennslu. Hollusta þeirra við stofnunina er minni og hjúkrun gæti orðið minna fagleg að mati hjúkrunarráðs spítalans. Því er aðeins litið á þá lausn sem tímabundið úrræði til að veita grunnþjónustu ef til uppsagnanna kemur. Uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga á spítalanum munu hafa gríðarlega mikil áhrif á gæði hjúkrunarfræðináms en margir hjúkrunarfræðingar sem starfa á spítalanum, starfa einnig sem klínískir kennarar. Yrðu þeir ráðnir í gegnum hjúkrunarleigu gæti farið svo að þeir þyrftu ekki að taka að sér klíníska kennslu sem myndi hafa veruleg áhrif á gæði námsins og þar með færni hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Samningurinn sem félagsmenn Fíh felldu var ekki allslæmur. Hann gerði ráð fyrir 18,6% launahækkun á 4 árum. Hefði hann verið í örlítið breyttri mynd með 10-15% hækkun fyrsta árið en minni næstu þrjú árin, alls 20% hækkun auk leiðréttingar á vaktaálagsgreiðslunum, hefði hann verið boðlegur samstarfsmönnum mínum. Því þykir mér sorglegt hversu mikið hefur þurft að takast á um að ná ásættanlegu samkomulagi. Í stað þess að semja voru sett lög á verkfallið og málið skipað í gerðardóm. Það varð aðeins til að kynda upp í reiði hjúkrunarfræðinga og hvetja þá enn frekar til að segja starfi sínu lausu og flytja úr landi. Samkomulag þarf að nást til að halda í starfandi hjúkrunarfræðinga og sérþekkingu þeirra. Landspítalinn þarf að vera eftirsóttur vinnustaður því þangað leggjast inn veikustu sjúklingar landsins. Það er því grundvallaratriði að hæfasta starfsfólk landsins starfi á slíkum vinnustað en leiti ekki annað þar sem launin eru hærri. Því þurfa laun og vinnuaðstæður á Landspítalanum að vera samkeppnishæf, bæði við aðrar stofnanir og önnur lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hvað leggja hjúkrunarfræðingar upp með í kjarabaráttu sinni? Hversu mikla hækkun vilja þeir fá? Algengt er í kjarabaráttu að miða sig við næsta mann, næstu stétt, til að fá hugmynd um hvar maður sjálfur ætti að standa. Ef manni bjóðast lægri laun en næsti maður vill maður hærri laun. Skiljanlega. Ein starfsstétt fær mikla kauphækkun og þannig verður til flóðbylgja launahækkana með tilheyrandi verðbólgu. Nú reynir ríkið að stöðva öfgakenndar launahækkanir til að sporna við verðhækkunum með því að ráðast á ölduna í hæstu hæð. En þær starfsstéttir sem eru eftirsótt vinnuafl á heimsmarkaði, eins og hjúkrunarfræðingar, eru í þeirri stöðu að geta leitað út fyrir landssteinana að vinnu og því neyðast atvinnurekendur, í þessu tilviki ríkið, til að taka þátt í samkeppninni ef þeir vilja halda í starfsmenn sína. Því miður. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru skýrar og hafa verið síðastu ár: viljinn er að 80% vaktavinna sé metin til jafns við 100% dagvinnu. Auk þess ætti hverjum manni að vera ljóst að næturvakt um helgi ætti ekki að vera á sama taxta og morgunvakt um helgi. Eins og staðan er í dag er einn álagstaxti fyrir kvöldvakt, annar fyrir næturvakt og sá þriðji fyrir helgarvakt. Það þýðir að vinnir þú næturvakt á laugardegi færðu jafn mikið greitt og fyrir morgunvakt á laugardegi, sem er fráleitt. Í nágrannalöndunum fá hjúkrunarfræðingar greitt helgarálag, auk næturvaktar- eða kvöldvaktarálagsins, vinni þeir slíka vakt um helgi. Séu kjör heilbrigðisstarfsmanna lakari hér en í öðrum löndum sjá þeir kost á því að leita annað. Skortur er á hjúkrunarfræðingum á heimsvísu og hjúkrunarfræðingar eru að flykkjast til Noregs í þúsundatali frá sínum heimalöndum þar sem einnig ríkir skortur. Því er ljóst að hjúkrunarfræðingar eru í stöðu til að taka við hæsta boði, þrátt fyrir þörf á þjónustu þeirra í heimalandinu. Af hverju ætti nokkur maður, hvað þá af erlendum uppruna, að kjósa að starfa á Íslandi, á lægri launum í lengri vinnuviku, við afleitan tækjakost og vinnuaðstæður í aftakaveðri, frekar en í fyrirheitna landinu, Noregi? Ef takast á að flytja inn erlenda hjúkrunarfræðinga í hundruða tali þarf að greiða fyrir ferðakostnað, samskiptamiðlanir og húsnæði til viðbótar við launin sem þurfa að vera samkeppnishæf. Þar sem það yrði of kostnaðarsamt gæti skapast sú hætta að ekki verði gerð krafa um íslenskukunnáttu til að laða erlenda starfsmenn að en sú krafa er gerð á Norðurlöndunum af augljósum öryggisástæðum. Einnig er algengt að erlendir starfsmenn vinni hörðum höndum í stuttan tíma, lifi spart og fari síðan með peninginn úr landi. Þannig tapast að auki þeir fjármunir sem hefðu annars farið út í íslenskt hagkerfi. Ef ráða á hjúkrunarfræðinga í gegnum hjúkrunarleigur eru faglegar skyldur leigðra hjúkrunarfræðinga gagnvart stofnuninni ekki þær sömu og starfsmanna spítalans, t.a.m. hvað varðar kennslu. Hollusta þeirra við stofnunina er minni og hjúkrun gæti orðið minna fagleg að mati hjúkrunarráðs spítalans. Því er aðeins litið á þá lausn sem tímabundið úrræði til að veita grunnþjónustu ef til uppsagnanna kemur. Uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga á spítalanum munu hafa gríðarlega mikil áhrif á gæði hjúkrunarfræðináms en margir hjúkrunarfræðingar sem starfa á spítalanum, starfa einnig sem klínískir kennarar. Yrðu þeir ráðnir í gegnum hjúkrunarleigu gæti farið svo að þeir þyrftu ekki að taka að sér klíníska kennslu sem myndi hafa veruleg áhrif á gæði námsins og þar með færni hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Samningurinn sem félagsmenn Fíh felldu var ekki allslæmur. Hann gerði ráð fyrir 18,6% launahækkun á 4 árum. Hefði hann verið í örlítið breyttri mynd með 10-15% hækkun fyrsta árið en minni næstu þrjú árin, alls 20% hækkun auk leiðréttingar á vaktaálagsgreiðslunum, hefði hann verið boðlegur samstarfsmönnum mínum. Því þykir mér sorglegt hversu mikið hefur þurft að takast á um að ná ásættanlegu samkomulagi. Í stað þess að semja voru sett lög á verkfallið og málið skipað í gerðardóm. Það varð aðeins til að kynda upp í reiði hjúkrunarfræðinga og hvetja þá enn frekar til að segja starfi sínu lausu og flytja úr landi. Samkomulag þarf að nást til að halda í starfandi hjúkrunarfræðinga og sérþekkingu þeirra. Landspítalinn þarf að vera eftirsóttur vinnustaður því þangað leggjast inn veikustu sjúklingar landsins. Það er því grundvallaratriði að hæfasta starfsfólk landsins starfi á slíkum vinnustað en leiti ekki annað þar sem launin eru hærri. Því þurfa laun og vinnuaðstæður á Landspítalanum að vera samkeppnishæf, bæði við aðrar stofnanir og önnur lönd.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun