Mesti hagnaður Ford í 15 ár Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 11:31 Ford F-150. Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent