Meðalaldur bílaflota Bandaríkjanna 11,5 ár Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 11:31 Þung umferð í Bandaríkjunum. Það er ekki bara á Íslandi sem bílaflotinn eldist þessa dagana. Það á einnig við í bílalandinu Bandaríkjunum og er hann nú orðinn 11,5 ár. Þar eru nú skráðir 257,9 milljónir bíla og jókst hann um 2,1% á milli áranna 2013 og 2014. Meðalaldurinn var 11,4 ár árið 2012 svo ekki eldist hann nú hratt en eldist samt. Spáð er að meðalaldurinn verði 11,6 ár árið 2016 og 11,7 árið 2018. Helsta ástæða þess að bílar verða eldri á götum Bandaríkjanna er að bílar eru nú betur smíðaðir en áður og endast betur. Því heldur fólk lengur í bíla sína. Að meðaltali eiga bíleigendur bíla sína í 6,5 ár en þá eru þeir seldir til annarra eigenda. Þessi tala hefur vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 2 ár frá árinu 2006. Í fyrra var bílasala umfram afskráningar 42% og hefur ekki mælst meiri frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir því að magn bíla yngri en 5 ár muni aukast um 24% á næstu 5 árum, bílum 6-11 ára muni fækka um 11% en bílum 12 ára og eldri muni fjölga um 15%. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það er ekki bara á Íslandi sem bílaflotinn eldist þessa dagana. Það á einnig við í bílalandinu Bandaríkjunum og er hann nú orðinn 11,5 ár. Þar eru nú skráðir 257,9 milljónir bíla og jókst hann um 2,1% á milli áranna 2013 og 2014. Meðalaldurinn var 11,4 ár árið 2012 svo ekki eldist hann nú hratt en eldist samt. Spáð er að meðalaldurinn verði 11,6 ár árið 2016 og 11,7 árið 2018. Helsta ástæða þess að bílar verða eldri á götum Bandaríkjanna er að bílar eru nú betur smíðaðir en áður og endast betur. Því heldur fólk lengur í bíla sína. Að meðaltali eiga bíleigendur bíla sína í 6,5 ár en þá eru þeir seldir til annarra eigenda. Þessi tala hefur vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 2 ár frá árinu 2006. Í fyrra var bílasala umfram afskráningar 42% og hefur ekki mælst meiri frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir því að magn bíla yngri en 5 ár muni aukast um 24% á næstu 5 árum, bílum 6-11 ára muni fækka um 11% en bílum 12 ára og eldri muni fjölga um 15%.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira