Er fjárhagsvandi hegðunarvandi? Haukur Hilmarsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Þrír áhættuþættir hafa áhrif á hegðun okkar í skuldsetningum. Í fyrsta lagi barnsleg hugsun um að það sem við erum að fara að gera reddist, í öðru lagi þrýstingur frá maka, fjölskyldu, vinum og öllu samfélaginu um að taka ákvörðun, og í þriðja lagi auðvelt aðgengi að lánum og fyrirgreiðslum. Skýrslan Fjölskyldur sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum 2008-2011, eftir Láru Kristínu Sturludóttur, sem birt var nýverið um stöðu íbúðarmála á Suðurnesjum sýnir mjög vel að fólk lét alla þessa áhættuþætti í skuldahegðun hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Bankar og lánastofnanir lánuðu djarft og auðvelt var að fá lán, fólk tók of mikla áhættu miðað við tekjur og fólk var illa upplýst um raunverulega fjárhagsstöðu sína. Út frá hugmyndafræði fjármálahegðunar þá loga mörg rauð ljós. Þetta eru að mínu mati skýr dæmi um áhættuhegðun í fjármálum. Þarna greini ég merki þess að umræddar fjölskyldur hafa enga eða of litla þekkingu á fjármálum og um hvernig lán eru tekin. Upplýsingar og yfirsýn fólks á stöðu sinni er lítil og mögulegt er að raunveruleg staða er hreinlega sniðgengin og ákvörðun þannig tekin um að yfirveðsetja og yfirskuldsetja sig. Tilfinningar lántaka ráði meiru en skynsemin.Óþægilegur sannleikur Það er hörð greining að segja að flest þetta fólk lét barnslega hugsun ráða för. Það er óþægilegur sannleikur að ábyrgðin er þeirra sem tóku ákvörðunina og þau ein verða að takast á við fjárhagsvandann sem fylgdi í kjölfar bankahruns. Það er tvennt sem hafði líklegast mest áhrif á þessa ákvörðunartöku. Bankar og lánastofnanir veittu greiðan aðgang að lánum og ákvarðanir einstaklinga voru litaðar vanþekkingu og einfeldningshugarfari um að þetta verði ekkert mál. Fólk eltir samþykkta og viðtekna hegðun samfélagsins um að „allir eru að gera þetta“. Það má því segja að almennt séum við illa upp alin í fjármálum og að orsökin sé því hegðunarvandi. Afkoma aðspurðra í skýrslunni er einnig skýrt dæmi um slæma fjármálahegðun. Aðeins tæp 9% eru aftur komin í eigið húsnæði. 80% fjölskyldna eru á leigumarkaði og það sem er sláandi er að 10% eru búsett hjá fjölskyldum eða vinum. Þetta segir mér að fólk hafi ekki aðstæður og úrræði til að bæta stöðu sína eftir nauðungarsölu. Það vekur athygli mína að eftirfylgni er líka ábótavant. Hátt hlutfall þeirra sem fara í gegnum nauðungarsöluferlið sitja uppi með óleystan vanda þar sem þau nýta sér engin úrræði vegna fjárhagsvanda síns.Úr skýrslunni „Hátt hlutfall svarenda (63%) sem misst höfðu húsnæði á nauðungarsölu hafði ekki nýtt sér nein úrræði vegna fjárhags- eða húsnæðisvanda. Viðmælendur vissu ýmist ekki af þeim, skildu þau ekki eða fengu misvísandi upplýsingar frá ólíkum aðilum um hvaða úrræði stæðu til boða og hvernig ætti að bera sig eftir þeim.“ Í stuttu máli er fjármálahegðun landsmanna mjög slæm. Venjur og viðhorf sem viðgengust fyrir bankahrun eru enn við lýði. Fjöldi fólks er ekki enn tilbúinn að taka ábyrgð og vinna sig út úr vandanum. Enn er fólk að horfa til þess að bankarnir taki ábyrgð og þrýstir á stjórnvöld til að taka ábyrgð fyrir bankana. Lausnin er ekki aðeins í höndum einstaklinganna sjálfra heldur líka í samfélaginu. Breytinga er þörf í almennu viðhorfi fólks til fjármála. 2007 er liðið og barnsleg hugsun þess tíma má ekki ná sér á strik á ný. Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hverjar afleiðingarnar verða þegar þessi óupplýsta leið er farin en hún sýnir mjög skýrt að það sem mest áhrif hefur á ákvarðanir, viðhorf samfélagsins, tekur ekki ábyrgð á afleiðingunum. Í lok dags er ábyrgðin og tapið allt á einstaklingnum. Samfélagið allt þarf að læra að standast freistingar í fjármálum. Við þurfum að læra að taka bæði stórar og litlar fjárhagslegar ákvarðanir og skuldbindingar byggðar á skynsemi en ekki hlaupa á eftir tilfinningum okkar þegar gylliboð eða álit og venjur annarra eru freistandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að koma komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þrír áhættuþættir hafa áhrif á hegðun okkar í skuldsetningum. Í fyrsta lagi barnsleg hugsun um að það sem við erum að fara að gera reddist, í öðru lagi þrýstingur frá maka, fjölskyldu, vinum og öllu samfélaginu um að taka ákvörðun, og í þriðja lagi auðvelt aðgengi að lánum og fyrirgreiðslum. Skýrslan Fjölskyldur sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum 2008-2011, eftir Láru Kristínu Sturludóttur, sem birt var nýverið um stöðu íbúðarmála á Suðurnesjum sýnir mjög vel að fólk lét alla þessa áhættuþætti í skuldahegðun hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Bankar og lánastofnanir lánuðu djarft og auðvelt var að fá lán, fólk tók of mikla áhættu miðað við tekjur og fólk var illa upplýst um raunverulega fjárhagsstöðu sína. Út frá hugmyndafræði fjármálahegðunar þá loga mörg rauð ljós. Þetta eru að mínu mati skýr dæmi um áhættuhegðun í fjármálum. Þarna greini ég merki þess að umræddar fjölskyldur hafa enga eða of litla þekkingu á fjármálum og um hvernig lán eru tekin. Upplýsingar og yfirsýn fólks á stöðu sinni er lítil og mögulegt er að raunveruleg staða er hreinlega sniðgengin og ákvörðun þannig tekin um að yfirveðsetja og yfirskuldsetja sig. Tilfinningar lántaka ráði meiru en skynsemin.Óþægilegur sannleikur Það er hörð greining að segja að flest þetta fólk lét barnslega hugsun ráða för. Það er óþægilegur sannleikur að ábyrgðin er þeirra sem tóku ákvörðunina og þau ein verða að takast á við fjárhagsvandann sem fylgdi í kjölfar bankahruns. Það er tvennt sem hafði líklegast mest áhrif á þessa ákvörðunartöku. Bankar og lánastofnanir veittu greiðan aðgang að lánum og ákvarðanir einstaklinga voru litaðar vanþekkingu og einfeldningshugarfari um að þetta verði ekkert mál. Fólk eltir samþykkta og viðtekna hegðun samfélagsins um að „allir eru að gera þetta“. Það má því segja að almennt séum við illa upp alin í fjármálum og að orsökin sé því hegðunarvandi. Afkoma aðspurðra í skýrslunni er einnig skýrt dæmi um slæma fjármálahegðun. Aðeins tæp 9% eru aftur komin í eigið húsnæði. 80% fjölskyldna eru á leigumarkaði og það sem er sláandi er að 10% eru búsett hjá fjölskyldum eða vinum. Þetta segir mér að fólk hafi ekki aðstæður og úrræði til að bæta stöðu sína eftir nauðungarsölu. Það vekur athygli mína að eftirfylgni er líka ábótavant. Hátt hlutfall þeirra sem fara í gegnum nauðungarsöluferlið sitja uppi með óleystan vanda þar sem þau nýta sér engin úrræði vegna fjárhagsvanda síns.Úr skýrslunni „Hátt hlutfall svarenda (63%) sem misst höfðu húsnæði á nauðungarsölu hafði ekki nýtt sér nein úrræði vegna fjárhags- eða húsnæðisvanda. Viðmælendur vissu ýmist ekki af þeim, skildu þau ekki eða fengu misvísandi upplýsingar frá ólíkum aðilum um hvaða úrræði stæðu til boða og hvernig ætti að bera sig eftir þeim.“ Í stuttu máli er fjármálahegðun landsmanna mjög slæm. Venjur og viðhorf sem viðgengust fyrir bankahrun eru enn við lýði. Fjöldi fólks er ekki enn tilbúinn að taka ábyrgð og vinna sig út úr vandanum. Enn er fólk að horfa til þess að bankarnir taki ábyrgð og þrýstir á stjórnvöld til að taka ábyrgð fyrir bankana. Lausnin er ekki aðeins í höndum einstaklinganna sjálfra heldur líka í samfélaginu. Breytinga er þörf í almennu viðhorfi fólks til fjármála. 2007 er liðið og barnsleg hugsun þess tíma má ekki ná sér á strik á ný. Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hverjar afleiðingarnar verða þegar þessi óupplýsta leið er farin en hún sýnir mjög skýrt að það sem mest áhrif hefur á ákvarðanir, viðhorf samfélagsins, tekur ekki ábyrgð á afleiðingunum. Í lok dags er ábyrgðin og tapið allt á einstaklingnum. Samfélagið allt þarf að læra að standast freistingar í fjármálum. Við þurfum að læra að taka bæði stórar og litlar fjárhagslegar ákvarðanir og skuldbindingar byggðar á skynsemi en ekki hlaupa á eftir tilfinningum okkar þegar gylliboð eða álit og venjur annarra eru freistandi.
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að koma komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar