Tvöfaldur lás Davíðs Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun