Tvöfaldur lás Davíðs Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun