Íslendingar andvígir raforkusæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Ný könnun Gallup leiðir í ljós andstöðu landsmanna gegn lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Samkvæmt könnuninni er andstaða landsmanna gagnvart sæstrengnum mjög afgerandi (67%) ef hann kallar á nýjar virkjanaframkvæmdir, en eins og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur bent á ásamt fleirum, verður að virkja sem svarar 1-2 Kárahnjúkavirkjunum fyrir strenginn. Andstaðan ætti svo sem ekki að koma á óvart enda virðast forsendur þessarar framkvæmdar upp á mörg hundruð milljarða vera hæpnar. Ábati þjóðarinnar væri óviss og kannski minni en enginn. Almenningur er enn minnugur ófaranna í bankahruninu og ljóst er að ef af lagningu sæstrengs verður mun orkuverð til almennings og fyrirtækja hækka verulega.Gamla útrásarhagfræðin Á viðhafnarmiklum aðalfundi Landsvirkjunar í maí var sæstrengurinn til umfjöllunar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Þar var þetta risavaxna verkefni talið auka arðsemi íslenska raforkukerfisins verulega. Sporin eru kunnugleg og þau hræða. Samtónninn með útrás bankanna fyrir hrun og með lagningu sæstrengs er sláandi þar sem um sömu útrásarhagfræði virðist vera að ræða. Fyrir utan andstöðu landsmanna gagnvart lagningu sæstrengs virðist heldur ekki vera pólitískur stuðningur við málið. Framsóknarmenn ályktuðu gegn þessum áformum á flokksþingi sínu í apríl sl. og afstaða Sjálfstæðismanna er óljós. Staðan er sem sagt sú að málið nýtur hvorki stuðnings landsmanna né ríkisstjórnarinnar. Miðað við átökin á Alþingi um rammaáætlun yrði afar torsótt að koma í gegnum þingið þeim gríðarlegu virkjanaframkvæmdum sem þyrfti að ráðast í vegna orkusölu um raforkusæstreng. Því er eðlilegt að spyrja af hverju sæstrengsmálinu er haldið lifandi með tilheyrandi ráðstöfun Landsvirkjunar á almannafé. Landsvirkjun, og væntanlega einnig dótturfyrirtækið Landsnet, hafa nú þegar lagt heilmikinn kostnað í verkefnið sem hvorki virðist njóta stuðnings þjóðar né þings. Er það skynsamlegt? Þá vekur það furðu að Landsvirkjun neiti að upplýsa Alþingi um þennan kostnað af samkeppnisástæðum. Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu auk þess sem erfitt er að koma auga á að upplýsingar af þessu tagi geti skaðað stöðu Landsvirkjunar á markaði. Það eru ekki mörg ríkisfyrirtæki, ef einhver, sem geta komið sér athugasemdalaust undan því að svara Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ný könnun Gallup leiðir í ljós andstöðu landsmanna gegn lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Samkvæmt könnuninni er andstaða landsmanna gagnvart sæstrengnum mjög afgerandi (67%) ef hann kallar á nýjar virkjanaframkvæmdir, en eins og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur bent á ásamt fleirum, verður að virkja sem svarar 1-2 Kárahnjúkavirkjunum fyrir strenginn. Andstaðan ætti svo sem ekki að koma á óvart enda virðast forsendur þessarar framkvæmdar upp á mörg hundruð milljarða vera hæpnar. Ábati þjóðarinnar væri óviss og kannski minni en enginn. Almenningur er enn minnugur ófaranna í bankahruninu og ljóst er að ef af lagningu sæstrengs verður mun orkuverð til almennings og fyrirtækja hækka verulega.Gamla útrásarhagfræðin Á viðhafnarmiklum aðalfundi Landsvirkjunar í maí var sæstrengurinn til umfjöllunar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Þar var þetta risavaxna verkefni talið auka arðsemi íslenska raforkukerfisins verulega. Sporin eru kunnugleg og þau hræða. Samtónninn með útrás bankanna fyrir hrun og með lagningu sæstrengs er sláandi þar sem um sömu útrásarhagfræði virðist vera að ræða. Fyrir utan andstöðu landsmanna gagnvart lagningu sæstrengs virðist heldur ekki vera pólitískur stuðningur við málið. Framsóknarmenn ályktuðu gegn þessum áformum á flokksþingi sínu í apríl sl. og afstaða Sjálfstæðismanna er óljós. Staðan er sem sagt sú að málið nýtur hvorki stuðnings landsmanna né ríkisstjórnarinnar. Miðað við átökin á Alþingi um rammaáætlun yrði afar torsótt að koma í gegnum þingið þeim gríðarlegu virkjanaframkvæmdum sem þyrfti að ráðast í vegna orkusölu um raforkusæstreng. Því er eðlilegt að spyrja af hverju sæstrengsmálinu er haldið lifandi með tilheyrandi ráðstöfun Landsvirkjunar á almannafé. Landsvirkjun, og væntanlega einnig dótturfyrirtækið Landsnet, hafa nú þegar lagt heilmikinn kostnað í verkefnið sem hvorki virðist njóta stuðnings þjóðar né þings. Er það skynsamlegt? Þá vekur það furðu að Landsvirkjun neiti að upplýsa Alþingi um þennan kostnað af samkeppnisástæðum. Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu auk þess sem erfitt er að koma auga á að upplýsingar af þessu tagi geti skaðað stöðu Landsvirkjunar á markaði. Það eru ekki mörg ríkisfyrirtæki, ef einhver, sem geta komið sér athugasemdalaust undan því að svara Alþingi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar