Veitt og kvalið Guðmundur Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Hrakfallasaga Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar