Innlent

Móðir sem beit barn sitt hlýtur skilorðsbundinn dóm

Bjarki Ármannsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í dag.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Mynd/Bæjarins Bestu
Kona hlaut í dag þrjátíu daga skilorðsbundin fangelsisdóm fyrir að hafa bitið dóttur sína í handlegginn með þeim afleiðingum að barnið hlaut blátt mar eftir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða.

Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og hjá lögreglu. Að því er segir í dómsorðum hefur hún aldrei áður verið dæmd til refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×