Fangi fluttur slasaður á sjúkrahús Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2015 15:40 Fanginn afplánar á Litla-Hrauni. vísir/heiða Fangi slasaðist alvarlega á hendi á Litla-Hrauni í dag en ekki var hægt að fara með hann á slysadeild fyrr en rúmum klukkutíma síðar. Annar fangi sem hafði samband við fréttastofu taldi óeðlilegt að samfangi hans kæmist ekki undir læknishendur strax og fullyrti að fangaverðir neituðu að fara með manninn á sjúkrahús. Taldi hann þar spila inn í að fanginn ætti sér sögu um agabrot inni á Litla-Hrauni. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar. „Stundum því miður sýna fangar af sér sjálfskaðandi hegðun og það getur gerst á öllum tímum sólarhrings. Við erum ekki með þannig mönnun hjá okkur að mögulegt sé að fara með alla á sjúkrahús strax. Við getum ekki skilið fangelsin eftir tóm eða lítt mönnuð til að sinna svona málum,“ segir Páll. Hann segir hvert tilfelli fyrir sig metið strax í samráði við heilbrigðisstarfsfólk og aðgerðir séu svo metnar út frá því. Ef um alvarlegri tilvik sé að ræða sé kallað til sjúkrabíls um leið. Áverkar fangans í dag hafi hins vegar ekki verið metnir þannig að þess væri þörf. Kalla hafi þurft út fangaverði svo hægt væri að fylgja fanganum á sjúkrahús. Allir fangar sitji við sama borð hvað þetta varði á Litla-Hrauni. „Ég get fullyrt það að út frá heilbrigðisþjónustu eru allir fangar jafnir af okkar hálfu. Ef fangi veikist eða slasast þá skiptir nákvæmlega engu máli hvað hann hefur gert í fortíðinni, fyrir hvað hann er dæmdur eða hver staða hans er í afplánuninni. Við leggjum að sjálfsögðu jafnmikla áherslu á heilsu allra fanga.“ Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fangi slasaðist alvarlega á hendi á Litla-Hrauni í dag en ekki var hægt að fara með hann á slysadeild fyrr en rúmum klukkutíma síðar. Annar fangi sem hafði samband við fréttastofu taldi óeðlilegt að samfangi hans kæmist ekki undir læknishendur strax og fullyrti að fangaverðir neituðu að fara með manninn á sjúkrahús. Taldi hann þar spila inn í að fanginn ætti sér sögu um agabrot inni á Litla-Hrauni. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar. „Stundum því miður sýna fangar af sér sjálfskaðandi hegðun og það getur gerst á öllum tímum sólarhrings. Við erum ekki með þannig mönnun hjá okkur að mögulegt sé að fara með alla á sjúkrahús strax. Við getum ekki skilið fangelsin eftir tóm eða lítt mönnuð til að sinna svona málum,“ segir Páll. Hann segir hvert tilfelli fyrir sig metið strax í samráði við heilbrigðisstarfsfólk og aðgerðir séu svo metnar út frá því. Ef um alvarlegri tilvik sé að ræða sé kallað til sjúkrabíls um leið. Áverkar fangans í dag hafi hins vegar ekki verið metnir þannig að þess væri þörf. Kalla hafi þurft út fangaverði svo hægt væri að fylgja fanganum á sjúkrahús. Allir fangar sitji við sama borð hvað þetta varði á Litla-Hrauni. „Ég get fullyrt það að út frá heilbrigðisþjónustu eru allir fangar jafnir af okkar hálfu. Ef fangi veikist eða slasast þá skiptir nákvæmlega engu máli hvað hann hefur gert í fortíðinni, fyrir hvað hann er dæmdur eða hver staða hans er í afplánuninni. Við leggjum að sjálfsögðu jafnmikla áherslu á heilsu allra fanga.“
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira