Innlent

Snævi þakin jörð í Dreka

Atli Ísleifsson skrifar
Það er nefnilega það.
Það er nefnilega það. Mynd/Haukur Björnsson
Snævi þakin jörð blasti við skálaverði og gestum í Drekagili við Öskjuvatn í Vatnajökulsþjóðgarði í morgun. Þykir það tíðindum sæta að snjói svo mikið á þessum árstíma.

Haukur Björnsson skálavörður birti mynd af skálanum sem þakinn var snjó, ásamt umhverfinu þar í kring.

Haukur birti myndina á Facebook-síðu Ferðafélags Akureyrar í morgun og má sjá hana að neðan.

Svona er staðan í Dreka 19. júlí 2015. Haukur Björnsson skálavörður tók myndina.

Posted by Ferðafélag Akureyrar FFA on Sunday, 19 July 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×