Skoðun

Opið bréf til fjárlaganefndar og velferðarnefndar

Aðalsteinn Baldursson skrifar
Komið þið sæl.

Ég heiti Aðalsteinn og er hjúkrunarfræðingur.

Mig langar að fá svör við því hvernig það er réttlætt að hjúkrunarfræðingar skuli vera með 14-25% lægri laun en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins.

Nú er það svo að stétt hjúkrunarfræðinga er almennt talin kvennastétt og þess vegna læðist að mér sá grunur að það sé það sem máli skiptir.

Hafi ég rangt fyrir mér í því þá megið þið gjarnan koma með skýringu á þessari mismunun.

Með vinsemd og virðingu,

Aðalsteinn Baldursson hjúkrunarfræðingur.




Skoðun

Sjá meira


×